Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 30
ekki, en Moskva þekkir þá. Og innan um allt þetta
skart fljóta skrípi og ófreskjur. Það eru myndir rúss-
neska verkalýðsins af fasismanum, af Iiitler, af Musso-
lini, af Hirota. Við sjáum þar Hitler með svínstrýni
eða fallbyssukjaft, Japan í rándýrslíki með glepsandi
gin. Þar sést fasisminn vera að halda uppi kreppunni,
en flokkur sósíaldemokrata gengur fyrir. Þúsundirn-
ar, er koma streymandi, bera í senn fram ást sína til
sósíalismans og hatur sitt á auðvaldinu. Og það koma
nýjar og nýjar fylkingar, tugir þúsunda, hundruð
þúsunda. Nærri tvær milljónir flæddu eftir Rauða
torginu til kl. 5 eða 6 að kvöldi.
Þetta eru nokkrir drættir, óskýrir og ófullkomnir,
úr ytri mynd 1. maí. Þessi ytri mynd út af fyrir sig er
stórkostleg, hún er svo stórkostleg, að hún hlýtur að
gagntaka hvern, sem sér hana. Og við erum komnir
hingað til Moskva til þess að festa á minni og setja á
okkur sem flesta drætti þessarar myndar. Við erum
komnir hingað sem athugulir gagnrýnendur, sem hlut-
lausir áhorfendur. Við verðum að halda athyglinni
vakandi, við megum ekki láta yfirbugast af áhrifum.
En kannske er okkur ekki aðeins leyft að horfa á, ef
til vill megum við líka læra að skilja ofurlítið, ég veit
það ekki. Setjið þið þeim, sem þið sendið á Rauða
torgið í Moskva, hinar og aðrar reglur. Takið þið
þeim vara fyrir því, að týnast í milljónunum. Skipið
þið þeim, að varðveita sjálfstæði sitt. Já, gefið þið þeim
öll þessi fyrirmæli. En treystið þið fyrir alla muni ekki,
að þau verði haldin. Víst er ytri mynd 1. maí stórkost-
leg, en sterkara er innra líf hans. Seiðkraft þess er
enginn sendinefndarmaður fær um að standast. Óum-
flýjanlega sogast menn inn í fylkingar verkamann-
anna, óumflýjanlega hrífa þær okkur út úr áhorf-
endahópnum, inn 1 hátíðarfögnuðinn. Og fyrr en varir
erum við búnir að gleyma sjálfum okkur, erum við
orðnir brot af lífi þeirra milljóna, er síðast liðin 17
ár hafa verið að skapa nýtt ríki á hinni gömlu jörð.
126