Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 39
verið. Þeir kunngerðu, að á aðalstöðvum stormsveitanna
3 Berlín hafi verið haldnar dýrindis át- og drykkjuveizl-
ur fyrir 30,000 mörk mánaðarlega. Broddarnir bjuggu
í konunglegum íbúðum, óku í viðhafnarbifreiðum, só-
uðu opinberu fé á tvær hendur. Dögum þeirra var eytt
í víndrykkju, kynferðisöfgar og annað siðleysi. Röhm,
Heines og aðrir af fyrri „leiðtogum þjóðarinnar" voru
afhjúpaðir sem kynvillingar af versta tagi. Fyrir sams-
konar uppljóstanir höfðu blaðamenn fyrr meir verið
lamdir og lemstraðir til óbóta. Nú eru heimildarmenn-
irnir Hitler og Göbbels — á betri heimildir verður ekki
kosið — og sökudólgarnir eru sambræður þeirra í orði
•og verki, „úrvalslið þýzku þjóðarinnar“, „vaztarbrodd-
,ur mannkynsins“, eins og þeir hétu nokkrum dögum áð-
ur á máli þessara sömu ræðumanna, Hitlers og Göbbels.
— Hinir margblekktu áhangendur nazismans þurfa auð-
vitað ekki að efast um sannleiksgildi þessa vitnisburðar.
En hvað varnar þeim hins vegai þeirrar mjög nálægu
hugsunar, að broddarnir, sem eftir sitja og ofan á urðu
í viðureigninni, myndu hafa hlotið sama vitnisburð og
ekki síður verðskuldaðan, ef í þeirra, hlut hefði fallið
að leika hlutverk hinna?
Undirrót atburðanna. Til þess að skilja atburðina
30. júní, verður að gera sér grein fyrir hinni stéttarlegu
afstöðu nazistastjórnarinnar. Hitlersstjórnin er auð-
vitað fulltrúi þýzka auðvaldsins, einkum og sér í lagi
f jármálaauðvaldsins. Hlutverk hennar er að gæta hags-
muna þess gagnvart verkalýð, bændum og millistétt
landsins. Annað mál er það, að hún hefir byggt traust
sitt á fylgi hinna lægri stétta, einkum millistéttarinnar
og allmikils fjölda verkalýðs og bænda. Fylgi þessa
fólks höfðu nazistarnir, eins og kunnugt er, aflað sér
með áður óþekktu lýðskrumi og gegndarlausum loforð-
um um bætt lífsskilyrði og upprennandi gullöld, þegar
þeir væru komnir til valda. Hina efnahagslegu þróun
Þýzkalands eftir valdatöku nazistanna þarf ekki að
rekja hér. Hún er kunnari en svo. Það nægir að taka
135