Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 58
Sovét-Astúría októberdaganna og Astúría Lerroux-
afturhaldsins — það eru tvær spegilmyndir af menn-
ingarlegu viðhorfi tveggja stétta, hins byltingasinn-
aða verkalýðs og hinnar fasistísku borgarastéttar.
En látum sjónarvottana sjálfa tala. — Hjá lýðveld-
issinnablöðunum í Madrid liggja óteljandi bréf frá
íbúum Astúríu, sem þessi blöð. geta ekki birt, vegna
hinnar fasistisku ritskoðunar. Erlendur blaðamaður,
sem séð hefir þessi bréf, hefir birt mörg þeirra. Hér
eru örfáar þeirra staðreynda, sem béf þessi skýra frá:
Frá anarkistiskum verkamanni, 30. október:
,,Eftir handtökuna voru fangarnir barðir, þeim
var varpað til jarðar og hrundið á múrveggina, þeir
voru stungnir með hnífum, jafnvel börn og gamal-
menni . . . Dag'lega 'voru félagar okkar fekotnir
hundruðum saman og jarðaðir í hópgröfum utan
kirkjugarðs . . . f fangelsi einu í Gijon eru þús-
undir fanga, sem ekkert er gefið að borða, og þeim
er bannað að taka á móti heimsóknum eða send-
ingum frá ættmennum sínum. Þeir yerða að fram-
kvæma allar sínar þarfir í salnum, þar sem þeir
hafast við, því að salerni því, sem áður var þar, hef-
ir verið lokað, til þess að neyðá þá til að lifa eins
og skynlausar skepnur . . .“.
Frá námaverkamanni í Sama de Langreo, 29. okt.:
,,í fyrradag voru grafnir 43 uppreisnarmenn, sem
borgaravarðliðið hafði skotið ,,á flótta“ . . . Auk
þess vantar 200, sem fluttir hafa verið burt úr fang-
elsum umdæmisins . . . Þó virðast ofsóknirnar vera
á enn hærra stigi í Mieres og Moreda. Við uppreisn-
armenn höfum enga glæpi framið, og það er til fólk
af öllum stéttum, sem á líf sitt okkur að þakka, af
því að við hættum lífi okkar til að bjarga því út úr
hinum brennandi og hrynjandi húsum; það verður
þetta fólk að staðfesta . . . Málaliðssveitirnar og
borgaraliðið réðust í fyrradag á bókasafn verklýðs-
háskólans í Sama, sem átti yfir 3.000 bindi, og
154