Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 81
a,n kirkjunnar á tveim fyrstu tugum þessarar aldar, en
sem nú hefir hrunið um leið og hin borgaralega menn-
ing yfirleitt stendur uppi gjaldþrota. Hin kirkjulega
frjálshyggja átti sitt fegursta á blómatímum borgara-
legrar menningar og á uppgangstímum auðvaldsins.
Blómstrun auðvaldsins átti rætur sínar í nýjum upp-
götvunum, fullkomnari þeklcingu á lögmálum náttúrunn-
ar og vakti þess vegna ást á hreinum og sönnum vís-
indum. Á blómatímum auðvaldsins þarfnaðist það
menntaðra verkamanna til uppbyggingar sinnar. Þá var
kirkjan, sem gróðrarstöð heimsku og fáfræði, þrösk-
uldur, og borgaralegir menntamenn sögðu henni óspart
til syndanna. Þá ryður það sér æ meir til rúms, að guð-
fræðingar fara einnig að taka viðfangsefni sín vísinda-
lega. Fáránleiki ýmsra kirkjukenninga fer að standa
berstrípaður í höndum kirkjulegra vísindamanna. Biblí-
an er ekki lengur trúarbók, heldur fornaldarrit, sem
dregur að sér hugi vísindamannanna til rannsóknar.
Biblíufræðingarnir eru löngum mjög háðir eldri hug-
myndum, ekki sízt fyrir það, að trúarþörfin á ekki lít-
inn þátt í áhuga þeirra fyrir þessum rannsóknarefnum.
En einlægni þeirra og sannleikshollusta knýr þá til upp-
götvana, sem hafa stórlega mikið vísindalegt gildi. Það
er farið að rannsaka sögu trúarbragðanna, eins og
hverra annarra andlegra hreyfinga, hlutlaust að svo
miklu leyti, sem rannsóknaranum var sjálfrátt. Afleið-
ingin verður sú, að trúarfélögin og trúarbækurnar fá
annað gildi í augum manna, og það færist æ meir í
vöxt, að litið er á þá, sem eru enn með sín gömlu sjónar-
mið, eins og nátttröll frá miðöldum, sem eru ómóttæki-
leg fyrir helztu einkenni hinnar menningarlegu þró-
unar.
Á skólaárum okkar er frjálshyggjuhreyfingin ráðandi
í guðfræðideild háskólans. Fyrir áhrif hennar fáum við
nýtt sjónarmið á hlutverki kirkjunnar. Það sjónarmið
var að vísu háborgaralegt, því að við vorum báðir blind-
ir fyrir hinu þjóðfélagslega hlutverki hennar sem auð-
177