Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 89

Réttur - 01.10.1934, Page 89
fólkinu að vera sígrátandi, bæði í sorg og gleði. Við jarðarfarir áttu menn vitanlega að háskæla, elskend- urnir áttu að gráta á brúðarbekknum, og á sólbjörtum sumardögum áttu 14 ára ungmenni að krjúpa skælandi inn við altari. Þannig áttu þau að staðfestast út í bar- áttu lífsins. Þessum sívolandi Jesú hefir yfirstéttin haldið að al- þýðunni, til þess að gera hana sem auðmjúkasta og við- ráðanlegasta. En nú á tímum, þegar mikill hluti verlta- lýðsins er laus undan hinum kirkjulegu áhrifum og er kominn í vígamóð gegn yfirstéttinni sjálfri, þá upp- götvar kirkjan það, að ekki má hún innræta kveifarskap sínum fylgjendum, sem fyrst og fremst eru líklegir til að standa með auðvaldinu í hinni mildu úrslitabaráttu milli öreiga og burgeisa um yfirráðin yfir jörðunni. Þá verður hún að breyta til. Það á að koma ný mynd af Kristi. Hann á nú að hætta að skæla. Auðvitað þarf hetjulegri Jesú. I svipnum á hann að sýna það, sem Þorsteinn Briem kallar „kristin karlmannslund“. Benjamín! Þú ert einn af allra efnilegustu mönnum „þjóðarinnar“. Á þessum ógnartímum þarf auðvaldið á að halda heilan hóp manna, sem eru orðnir gersam- lega samvizkulausir fyrir því, hvort þeir prédika sann- leika eða lygi, en ganga sjálfviljugir til hverra þeirra hermdarverka, sem þurfa þykir. Margir hinna gömlu presta hins gamla siðar eru óábyggilegir í þessum efn- um. Þeir prédika að vísu siðfræði auðvaldsins, en þeir vita ekki betur, og þeim er það möi’gum hverjum al- vara að vera heiðarlegir menn, og geta því haft það til að bregðast, þegar auðvaldið vill siga þeim út í örg- ustu svívirðingarnar. Sú hefir t. d. orðið reyndin á í Þýzkalandi. Þar eru það kommúnistarnir, sem standa við hlið nokkurs hluta prestastéttarinnar um að halda uppi því trúarbragðafrelsi, sem áður var. — En þú, Benjamín, það er maður, sem ætti að mega reiða sig á. Þú hefir tekið þitt próf. Þú hefir stigið sporið „hreint og hiklaust“. Þú hefir sýnt það, að þú ert reiðubúinn til 185

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.