Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 56
ráðin. Þetta verða jafnvel borgaraleg málgögn Spánar
að viðurkenna og hrekja þar með hinar lognu fregnir
Lerroux-stjórnarinnar um hryðjuverk uppreisnar-
manna. Eitt þessara blaða, „Ahora“, segir um atburð-
ina í hafnarborginni Gijon:
„Það er skylt að viðurkenna, að uppreisnarmenn
drýgðu enga glæpi gagnvart meðborgurum sínum,.
ekki einu sinni gegn þeim, sem voru fjandsamlega
sinnaðir hinum hættulega leik, sem þeir höfðu byrj-
að. Uppreisnarmenn náðu á vald sitt tóbaksverk-
smiðjunni og lögðu eignarhald á hjúkrunargögn
verksmiðjunnar. En þrátt fyrir hinar miklu tóbaks-
birgðir, sem þar voru, keyptu uppreisnarmenn allt
það tóbak, sem þeir reyktu, í tóbaksbúðum hverfis-
ins. Við hvers konar ránum lögðu þeir þungar
refsingar“.
Blað Gil Robles, „E1 Debate“, segir eftir fréttarit-
ara sínum í Astúríú:
„Þegar í byrjun festu uppreisnarmenn ávörp á
múrana, þar sem stóð, að dauðahegning væri lögð
við því, að ráðast á einstaklinga, trufla heimilis-
friðinn, o. s. frv. Þessar ráðstafanir tryggðu það, að
allt fór fram með fulkominni reglu“.
Byltingasinnaðir verkamenn í Astúríu sendu Komm-
únistaflokki Spánar eftirfarandi bréf, sem gefur á-
gæta hugmynd um atburðina:
„Héraðið er óskipt í okkar höndum. Við höfum
lýst yfir hinu sósíalistiska lýðveldi verkamanna,
bænda og hermanna. Við höfum 100.000 manna
undir vopnum, auk 10.000 manna varðsveitar. —
Verksmiðjur þær, sem undir okkar stjórn eru, fram-
leiða fyrir okkur hergögn. Brauðgerðarmennirnir
starfa dag og nótt. Á þriðjudaginn var náðum við
vopnaverksmiðju borgarinnar Ovideo, ásamt 6.000
skotvopnum. Sama dag unnum við alla Oviedo, eft-
ir að hafa setið um borgina í fimm daga. Þegar í
stað lýstum við yfir verkamanna- og bændastjórn.
152