Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 35
því hún vaknaði til vitundar um köllun sína. Hann
varð upphaflega til af nauðsyn stéttabaráttunnar, og-
hefir mótazt af henni síðan. 1. maí, sem að inntaki
er alþjóðlegur, hefir sitt form með hverri þjóð, eftir
stigi stéttabaráttunnar. í Sovétríkjunum, þar sem
verkalýðurinn hefir sigrað, er form hans gerólíkt og
annars staðar. Verkalýður Sovétríkjanna tók við hon-
um eftir byltinguna eins og öðrum listaverkum sínum
í veikri þroskun. En af öllum sigrum hans á svjði list-
arinnar er 1. maí stórkostlegastur. I bygging 1 . maí,
í dráttum hans, línum og litum er greypt líf, atorka
og fögnuður hinna vaknandi milljóna Ráðstjórnarríkj-
anna. Heil þjóð hefir unnið að þessu verki, meitlað í
form þess kraft sinn og sigurvissu. Það hefir orðið
fullkomnara og fullkomnara með hverju ári. 1 gegn
um formið skín v i .1 j i þjóðarinnar til stórra, óunn-
inna sigra, vilji hennar til að skapa ríki sósíalismans,
vera verðugt forgöngulið verkalýðs heimsins, hinn al-
þjóðlegi vilji stéttarvitundarinnar, hið upprunalega,
hið eilífa inntak 1. maí. Sem tákn þessa alþjóðlega
inntaks stendur Dimitroff, sigurhetja verkalýðsins, á
leghöll Lenins, sem tákn þess skipum við, fulltrúar
verkalýðsins frá 22 þjóðum, áhorfendapallana á
Rauða torginu þennan dag. Og þannig verður 1. maí
á Rauða torginu í Moskva, jafnframt því að vera sig-
urhátíð hinnar frjálsu Sovétkynslóðar, að ógnunar-
þrunginni sókn hins alþjóðlega verkalýðs móti auð-
valdi heimsins.
(Flutt á Sovétvinafundi á Þingvöilum, júni 1934).
131