Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 25
álitið var, að einn læknir mundi ekki duga, var feng-
inn með honum þekktur kínverskur læknir.
Nú ferðaðist hershöfðinginn Fan Jo-seng á brezku
gufuskipi til Schanghai með ellefu manna föruneyti.
Með honum voru tveir stjórnmálamenn, einn liðsfor-
ingi, sérstök hjúkrunarkona frá sjúkrahúsi heimatrú-
boðsins, fjórar ambáttir úr kvennabúri hans, 10 ára
gömul dóttir hans og báðir læknarnir. Allt þetta fólk
var á fyrsta farrými.
Á hverjum morgni báru ambáttirnar fjórar, báðir
stjórnmálamennirnir og liðsforinginn, rúm hershöfð-
ingjans upp á þilfar og vö.ldu því þar svalan og þægi-
legan stað. Síðan báru þau hershöfðingjann (þó hann
gæti vel gengið sjálfur, því að hann var bara hand-
leggsbrotinn) og lögðu hann varlega í rúmið. Ambátt-
irnar sóttu svæfla undir höfuð hans og handleggi.
Hjúkrunarkonan taldi æðaslög hans, en mennirnir
tóku ljósmyndir af honum í öllum stellingum, liggj-
andi, sitjandi, tóku myndir af honum og dóttur hans,
sem kraup við rúmið, af honum og einni ambáttinni,
sem strauk hár hans.
Þ.egar hershöfðingjanum leiddist að liggja, rifust
ambáttirnar um að fá að reisa hann upp við dogg og
gefa honum súkkulaði og ávexti. Þannig dekruðu am-
báttirnar og allt fylgdarliðið við hershöfðingjann, en
hinir farþegarnir fóru að stinga saman nefjum um.
það, hvort þessi náungi hefði nokkurntíma á vígvöll-
inn komið. Það lítur nærri því út fyrir, að hann hafi
frekar lent í slagsmálum í einhverri ópíumsholunni í
Schasi, sögðu þeir.
Á máltíðum var hann færður inn í borðsalinn, og þar
gleymdi þ.essi mikli hershöfðingi þjáningum sínum..
Með heilbrigða handleggnum jós hann í sig svo mikl-
um mat, að nægt mundi hafa handa mörgum af her-
mönnum hans. Þegar lokið var að borða, varð hann
aftur þjáningalegur og slappur, lét flytja sig upp á
121