Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 2
Litið um öxl.
Tuttugu ár eru nú liðin síðan heimsstyrjöldin brauzt.
út. Án efa eru þessir tveir áratugir hinir viðburðarík-
ustu í sögu mannkynsins. Aldrei hefir hin þjóðfélags-
lega þróun verið undirorpin svo voldugum breyting-
um, sem á þessu tímabili.
Við kommúnistar höfum skipt þessum árum í eftir-
töld tímabil:
Styrjöldin mikla.
Fyrsta tímabil styrjalda.
Tímabil hinnar takmörkuðu f(estingar auðvaldsins.
Nýtt tímabil byltinga og styrjalda, sem nú er að
hefjast.
Við þurfum ekki hér að rifja upp svikasögu sósíal-
demókratanna á stríðsárunum, þegar þeir brutu heit
sín um alþjóðahyggju verkalýðsins, og flokkar þeirra
gengu skilyrðislaust á hönd hernaðarauðvaldsins, hver
í sínu landi. Og raunasagan, svik þeirra við baráttu
verkalýðsins á hinu fyrra tímabili byltinga, þegar þeir
kæfðu í blóði frelsisbaráttu hans í Þýzkalandi, í Ung-
verjalandi, í Finnlandi og víðar, er kunnari en frá
þurfi að segja.
Það voru einmitt ósigrar þeir, sem verkalýðurinn
beið á þessu tímabili, sem mynduðu eina helztu und-
irstöðuna fyrir því, að auðvaldið gat rétt við aftur hag
sinn um stundarsakir. Framleiðslan jókst aftur,
heimsverzlunin lifnaði aftur við, atvinnuleysið minnk-
aði. Hér á íslandi náði þetta takmarkaða góðæris-
tímabil hámarki sínu í 80 milljóna króna útflutnings-
verðmæti árið 1928, verzlunarjöfnuðurinn var mjög
hagstæður, árið 1927 var útflutningur um 10 milljónir
króna umfram innflutning, árið 1928 næstum 16 mill-
jónir.
Þessi gullna borg auðvaldsins, byggð á ósigrum
verkalýðsins, treyst með auknu arðráni, voldugri gjör-
nýtingu eftir „vísindalegum reglum“ á öllum sviðum
framleiðslunnar og jafnframt stórkostlegum sam-
88