Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 93
höfði sér þau örlög, að honum verði í komandi stríði
fórnað fallbyssukjöftunum í þágu landránsmannanna.
Hvers konar skotvopnum er nútíma fótgöngulið bú-
ið? Vér munum ekki hér gei'a að umræðuefni hinar
svonefndu fótgönguliðsfallbyssur, sem nú á dögum
fylgja hverri herdeild eða jafnvel herflokki. Vér mun-
um aðeins minnast á hinar léttu byssur.
Fræðilega séð eru vélbyssur stríðsáranna þegar úr-
eltar. Hernaðarsérfræðingarnir vilja, að hver fót-
gönguliði hafi létta vélbyssu milli handa. En hinn gíf-
urlegi kostnaður við slíka nývopnun hefir fram að
þessu hamlað hernaðarríkjunum frá því að taka hana
upp. En það getur ekki liðið á löngu þangað til auð-
valdsherirnir taka almennt upp vélbyssur í stað hand-
byssunnar. Hernaðarhagsmunir auðvaldsríkjanna
krefjast þess, og þó ekki síður gróðahagsmunir vopna-
framleiðendanna. Þessi nývopnun hlýtur að koma í
byrjun næsta stríðs, ef þessum aðiljum tekst ekki að
koma henni á fýrr — auðvitað á kostnað alþýðunnar
og verkalýðsins.
Með skotforðabyssunni gömlu, t. d. fótgönguliðs-
byssunni nr. 98, mátti hleypa af allt að 18 skotum á
mínútu. Um nákvæma miðun var ekki að ræða. Með
nýtízku vélbyssu má hleypa af 2—300 skotum á mín-
útu. Og hér er ekki aðeins um fræðilegan möguleika
að ræða, heldur atriði, sem auðvelt er að framkvæma
í reyndinni. Hinar þungu vélbyssur hafa auðvitað
miklu meiri skothraða. Beztu tegundirnar komast upp
í 1000 skot á mínútu.
Skothraðann má auðvitað aulca með því að tengja
saman tvær, þrjár eða jafnvel fjórar vélbyssur, sem
öllum er miðað að sama skotmarki. Einn skotmaður
getur því þakið sama blettinn með 4000 kúlna skot-
hríð á mínútu. Ef mennskur maður lendir í slíkri hríð,
á ekki lengur við orðtækið, að hann sé allur gatskot-
inn. Hann hlýtur beinlínis að saxast sundur.
189