Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 11
Með hvaða ,,kenningum“ réttlæta sósíaldemókratar
þessa nýju þjónustu sína við auðvaldið? Við höfum
séð, hvernig kenningin um hinn „skipulagða kapítal-
isma“ fórst í lcreppunni. En hin nýja ,,kenning“ þeirra
um „ríkisauðvaldið" sem leiðina til sósíalismans er
ekkert annað en áframhald af þeirri fyrri, á þeim
tíma, þegar kreppan gerir vart við sig á hátindi fjár-
málaauðvaldsins. Uppbygging hennar er hin sama: Af-
neitun á þróunarkenningu marxismans og leninismans,
er útskýrir leiðina til sósíalismans sem úrslitabaráttu
þjóðfélagsandstæðanna, og jafnhliða tilraun til þess
að ljúga upp samræmi milli kapítalisma og sósíalisma.
Rök þessarar þokukenndu loddaralistar eru mjög
margvísleg, en undirstöðuatriðin eru hin sömu:
Tímabili hinnar frjálsu samkeppni er lokið. Einka-
auðvaldið er að hverfa úr sögunni. Upp úr kreppunni
mun rísa „annar“ kapítalismi en hinn núverandi, rík-
iskapítalisminn. Ríkisvaldið er hafið yfir stéttirnar,
ríkið er ,,lýðræðisríki“. Bankarnir eru nú þegar eklci
lengur einkaeign, heldur ríkiseign. Á sama tíma, sem
kennifeður sósíaldemókratanna 1 Evrópu tala um við-
reisnar-stefnuskrá Roosevelts í Bandaríkjunum, sem
„sósíalisma án sósíalisma“, syngur Alþýðublaðið
starfsemi þessa fulltrúa fjármálaauðvaldsins lof og
dýrð. í stuttu máli, það er verið að læða inn þeirri
skoðun og blekkingu, að kapítalisminn, eða nánar sagt
hringaauðvaldið, hæsta og síðasta stig auðskipulags-
ins, sé ekki lengur kapítalismi.
' Þýðingu þessara falskenninga afhjúpaði Lenin þeg-
ar í fræðiriti sínu „Ríkið og byltingin“:
„.. . Útbreiddasta villan er fullyrðing borgaralegra
endurbótatrúarmanna um það, að einokunar- eða ríkis-
einokunarvaldið sé ekki lengur auðvald, heldur öllu
fremur „ríkissósíalismi“ og því um líkt“.
Með öðrum orðum: Leiðin til sósíalismans er, sam-
kvæmt kenningum sósíaldemókrata, ekki leið bylting-
arinnar, heldur falin í hinum þrem stigum: 1) afskipti
107