Réttur


Réttur - 01.10.1934, Page 34

Réttur - 01.10.1934, Page 34
anna, fyrir lífi, frelsi og þroskun. Öll þessi endalausai barátta, margbarin niður, marghneppt í fjötra, er stöðugt reis upp aftur af sterkara og sterkara magni,. unz hún loksins braut af sér hlekkina, í landinu, þar sem við erum staddir, og saga lífsins og þroskans hófst. Og í fararbroddi hins frelsaða mannkyns erum við, sem skipum fylkingarnar á Rauða torginu í Moskva.. í spor okkar gengur allur verkalýður heimsins, við heyrum fótatak hans. Við göngum, göngum. Fleiri og fleiri fylkingar skipast í lið með okkur: Leningrad, Kiev, Magnitostroj, Sovét-Rússland, Sovét-Kína. — Húrrahrópin streyma eftir fylkingunum, fram og aft- ur, ósýnilegar bylgjur berast milli hjartnanna. Við sópum af braut okkar öllum kúgurum, allri fátækt og sjúkdómum. Liðsveit okkar verður f jölmennari og f jöl- mennari: Berlín, Wien, París, London, New York, Tokio. Við þurrkum burtu landamæri ríkjanna, öll jörðin er okkar. Við göngum og göngum, í órofa fylk- ing, í einni gleði, lengra og lengra inn í framtíðina, til fullkomnara og fullkomnara lífs, til hamingju og fegurðar. Við göngum, hraðar, hraðar, altekin af ósegjanlegum fögnuði, með leiftrandi augum inn í — Sovét-heiminn. Enn stöndum við á áhorfendapöllunum á Rauða torginu í Moskva og þúsundirnar streyma fram hjá. Við höfum um nokkur augnablik runnið saman við þær. Nú erum við aftur hinir gagnrýnisfullu athug- endur frammi fyrir stórfelldasta listaverki heimsins. Við höfum í svip séð innra líf þess. Það hjálpar okk- ur til að skilja lögmál þess og tilgang. Við trúum ekki á kjörorðið „listin fyrir listina", okkur nægir ekki að sjá verkið út af fyrir sig. Við vitum, að í hverju verki býr ákveðinn vilji. Við leitum hins skapandi krafts að baki þess, nauðsynjarinnar, er knúði það fram, vilja þeirrar handar, er skóp það. Listaverkið 1. maí á sér langa sögu. Heil stétt hefir unnið að sköpun þess, frá. 130

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.