Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 37
ing fasistabroddanna, rotnun nazistadómsins, upplausn-
in innan flokksins, svikin, ekki aðeins við sérhvert hags-
munamál þýzkrar alþýðu, heldur og við síðustu leifar
stefnuskrárinnar — allt þetta kemur fram greinilegar
en nokkru sinni áður á þessum óhappadegi þýzka naz-
ismans.
Það var laugardaginn 30. júní, að Hitler lét brytja
niður tugum, jafnvel hundruðum saman félaga sína og
starfsbræður, áhrifamikla flokksmeðlimi og hátt setta
stormsveitaf oringja.
Þetta áhlaup var framið í þvílíkum skyndi, að öllum
kom á óvart. Ríkisvarnarlið og lögregla voru látin setj-
ast í allar aðalstöðvar stormsveitanna og handtaka all-
an fjöldann af foringjum þeirra. Stormsveitirnar voru
leystar upp að mestu leyti, þeim var bannað að bera
vopn eða einkennisbúninga, og þær voru „sendar í or-
lof“, eins og látið var heita. 30. júní og næstu daga voru
fyrirliðar þeirra fangelsaðir, myrtir í þjónustunni,
skotnir niður á götum úti, lagðir í gegn í rúmum sín-
um. Ógn og óhug sló á borgarana innan Þýzkalands og
utan. Með velþóknun hafði afturhaldið um allan heim
horft upp á það, að nazistaböðlarnir létu myrða og
kvelja til bana þúsundir byltingasinnaðra verkamanna,
— nú hóf það upp vandlætingarinnar Ramakvein í öll-
um sínum málgögnum. Því rann blóðið til skyldunnar
— það voru stéttarnautar sjálfs þess, sem verið var að
ofsækja. Meðal hinna myrtu voru menn eins og Röhm
höfuðsmaður, einhver valdamesti maður nazistaflokks-
ins, og von Schleicher hershöfðingi — ásamt konu sinni
— einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum Þýzkalands.
Meðal hinna myrtu voru greifar og barónar.
Og Hitlersstjórninni hefir orðið hált á þessum athöfn.
um. Ekkert af glæfrabrögðum hennar hafði fram til
þess tíma áunnið henni þvílíka andúð meðal erlendra
stjórnarvalda eða stuðlað eins að einangrun Þýzkalands
meðal Evrópuríkjanna. Menn sáu, eins og seinna hefir
komið á daginn enn áþreifanlegar, að búast mátti við
133