Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 61
hreinræktaða öreigabylting í öllu sínu almætti, sem í
hálfan mánuð flæddi yfir Astúríu. Verkalýðurinn í
Astúríu forðaðist höfuðvillu austurísku uppreisnar-
mannanna, sem fólgin var í vanrækslu sóknarinnar,
einbeitingu baráttunnar á vörnina eina saman. Bylt-
ingamennirnir í Astúríu réðust þegar á hjartastöðvar
ríkisvaldsins, hermannaskálana, vopnabúrin, bankana
o. s. frv. Þeir handtóku auðmennina, lýstu yfir eigna-
rétti verkalýðs og bænda á jörð og framleiðslutækjum.
Ef stéttarþroski verkalýðsins hefði verið kominn á
svipað stig í öðrum héruðum Spánar — þó að ekki
hefði verið nema t. d. í Katalóníu — þá eru allar líkur
til, að spánska verkalýðsbyltingin hefði farið með sig-
ur af hólmi.
Kúba — Austurríki — Astúría — þessi stígandi í
byltingarhreyfingu verkalýðsins (að kínversku bylt-
ingunni ógleymdri!) sýnir áþreifanlegar en allt ann-
að sannindi þeirrar staðhæfingar Alþjóðasambands
kommúnista, að nýtt tímabil stórlcostlegra verkalýðs-
byltinga sé nú að færast yfir heiminn.
Og verkalýðsstétt Spánar hefir nú — eins og sú
austurríska — fengið dýrkeypta en nauðsynlega
reynslu. Verkalýður þessara landa sér nú betur en áð-
ur, hversu hann var svikinn af sínum sósíaldemokrat-
isku og anarkistisku foringjum, sér nú betur en áður,
hversu rétt var sú leið, sem kommúnistaflokkarnir
hvöttu hann til að ganga. Fregnir frá Astúríu bera
þess vitni. Samfylkingarhreyfingin vex. Verkamanna-
bandalaginu eykst fylgi. Erindrekar stjórnarinnar til-
kynna þaðan, að uppreisnarhugurinn sé meiri en nokk-
uru sinni áður. Þess vegna rekur nú fasistastjórnin
þvílíka ofsóknarherferð á hendur verkalýð og smá-
bændum Astúríu, að slíkt er nálega eins dæmi. Þús-
undir hafa látið lífið fyrir morðsveitum stjórnarinnar.
Flugvélar elta hina flýjandi uppreisnarmenn upp um
fjöll og firnindi. Það hefir meira að segja komið til
ærða að flytja úr landi hina byltingasinnuðu náma-
157