Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 33
tíðarinnar, er hann sér hina næstu sigra sína: neðan-
jarðarbrautina í Moskva, skipaskurðinn milli Moskva
og Volgu, og Volgu og Svartahafsins, iðjuverin í Sí-
beríu, Kusnesk, Baikal, miklu stórfenglegri en heimur-
inn hefir látið sig dreyma um áður. Augun leiftra, er
hann horfir inn í framtíð sína og barna sinna í þessu
ríki hinna ótakmörkuðu möguleika, hinnar sívaxandi
hagsældar, og þegar hann ber saman, hvað hann var
«g hvað hann er. Hver voru kjör hans, hver voru af-
rek hans? Iivað þekkti hann annað en atvinnuleysi,
vesaldóm og hungur. Og hver var sjóndeildarhringur
hans? Hann náði ekki útyfir fjölskylduna og morgun-
daginn. Og nú, ekki .einungis Rússland, heldur allan
heiminn. Nú slær hjarta rússneska verkalýðsins með
öreigum allra landa. Nú vinnur hann öll störf sín til
sigurs fyrir verkalýð heimsins. Sjóndeildarhringur
hans hefir þúsundfaldazt, um leið og allt hefir vaxið
í kringum hann, um leið og hann sjálfur vex. Hvernig
getur hann nú þekkt óskir sínar, hvar gátu þær hafa
sprottið. Ekki hefði hann getað látið sig dreyma um
þá drauma, er hann á nú. Og hvernig ætti hann þá,
verkalýður Sovétríkjanna, á þessum sigurdegi sínum,
að geta ráðið við fögnuð sinn, hvers vegna skyldi hann
ekki hraða göngu sinni, hvers vegna skyldi hann ekki
hrópa, hví skyldi ekki hamingjan ljóma í svip hans,
hví skyldu ekki augu hans leiftra? Hvað gæti hann
annað en fagnað? Og við, fulltrúarnir úr gamla heim-
inum, gleymum sjálfum okkur og göngum inn í raðir
hans. Við hrópum af fögnuði með honum. Og skyndi-
lega er fylkingin ekki rússnesk, heldur alþjóðleg. Við
erum hið vinnandi mannkyn, á hraðri göngu til full-
komnunar lífsins. Nú opnast hún okkur, saga lífsins
á jörðunni, hin aldalanga barátta frá einstaklings-
'Pitund til stéttarvitundar, þjáningarinnar óraleið um
öll ríki jarðar, baráttan við náttúruöflin, villidýrin,
harðstjórana, kirkjuvaldið, barátta öreigans, einangr-
uð og máttvana, barátta þjóðflokkanna, barátta stétt-
129