Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 12
ríkisins af þjóðarbúskapnum, 2) ríkisauðvald, 3) só-
síalismi.
1 skjóli þessara blekkingarfullu ,,kenninga“, ryður
sósíaldemókratíið fasismanum braut, ver og styður
hina hraðfara fasíseringu ríkisvaldsins, í skjóli þeirra
dásamar það hverja neyðarráðstöfun borgarastéttar-
innar gegn verkalýðnum á fætur annarri. Þessar kenn-
ingar“ þeirra eiga ekki lengur snefil skylt við sósíal-
isma, þeim sæmir aðeins eitt nafn. Það nafn er sósíal-
fasismi.
Gjaldþrot endurbótastefnunnar.
Til þess að þessi þróun sósíaldemókrata til sósíal-
fasista skiljist, þarf að gera sér grein fyrir orsök
hennar. Eðli endurbótastefnunnar hefir frá upphafi
verið það að reyna að breyta skipulaginu smám sam-
an í betra horf fyrir hinar vinnandi stéttir, með því að
knýja auðmannastéttina til þess að láta verkalýðnum
í té meiri og meiri fríðindi, bæði hagsmunaleg og póli-
tísk (með áhrifum á löggjafarvaldið, verklýðsfélags-
rétti og samvinnufélögum).
Meðan auðvaldsskipulagið var á uppgangsskeiði sínu,
virtist svo sem að þessi stefna hefði við rök að styðj-
ast, þar sem töluverður hluti verkalýðsins í þýðingar-
mestu atvinnugreinum auðvaldslandanna fékk bætt kjör
sín, og þessi hluti verkalýðsins var það, sem myndaði
hinn þjóðfélagslega grundvöll endurbótastefnunnar. —
En þegar betur var að gáð, kom í ljós, að þessi fríðindi,
sem auðmannastéttin lét af hendi til eins hluta verka-
lýðsins, voru látin í því augnamiði að kaupa sér frið
við hann, með því að veita honum þátttöku í gróða af
nýlendunum.
Þannig tókst auðmannastéttinni að kljúfa verkalýð-
inn í hagsmunabaráttu hans og auka arðránið á öllum
þorra vinnandi stéttanna. Með öðrum orðum: Jafnvel
á þessu uppgangsskeiði auðvaldsskipulagsins, sem vak-
ið hafði slíkar tálvonir hjá hinum betur settu hlutum
108