Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 59
brenndu það til kaldra kola. Þetta mun vera það,
sem fasistablöðin „ABC“ og „E1 Debate“ kalla
menningarstarfsemi!“
'Frá embættismanni í Sama de Langreo, 4. nóv.:
„í nánd við Tullio hjá Carbayin voru grafin upp
43 lík verkamanna, sem handteknir höfðu verið í
Sama. íbúar Langreodalsins hafa fyllzt hryllingi við
þessa atburði. Fjöldi fanga hefir verið myrtur á
hinn ragmannlegasta hátt. Þér getið fengið stað-
íestingu á þessum fregnum hjá.sérhverjum heiðar-
legum manni umhverfisins . . .“.
Verzlunarerindréki, sem staddur var í Astúríu, skrif-
ar frá Madrid 9. nóvember:
,jHér eru heimildir fyrir því, -að uppreisnar-
mennirnir voru engan veginn slíkir sem margir vilja
vera láta. í Norena, Pola de Siero, Sieres, Biruenes,
Carbayin og öðrum stöðum þessa umhverfis höfðu
uppreisnarmenn völd í 12 daga, og á þessum stöðum
var ekki úthellt einum blóðdropa, ekki einum ein-
asta. Byltingamönnunum er kennt um húsbrunana
í Oviedo, en sá, sem vill rannsaka málið lítið eitt
nánar, mun brátt komast að raun um, hverjir það
voru, sem áhuga höfðu á eyðileggingunum. En nú
kemur það ægilegasta: Við útjaðar Oviedoborgar
er hverfi, sem heitir Villafria. Svo mikið sem talað
hefir verið um Casas Viejas, þá var það, sem þar
fór fram, þó ekki annað en barnaleikur hjá því, sem
þarna átti sér stað. í Villafria var heilum fjölskyld-
um friðsamlegra íbúa útrýmt úr lifenda tölu, af því
einu, að þær reyndu að hindra ránin, sem þær urðu
fyrir af hálfu Afríku-hersins og málaliðs stjórnar-
innar. Tólf ára gömlum stúlkubörnum var nauðgað,
konur og börn voru skotin, peningum, fötum, svín-
um, hænsnum, kartöflum, eplum — öllu var rænt,
ekkert var eftir skilið . . .“.
Frá ónefndum bréfritara í Oviedo:
„Allir hinir særðu verkamenn voru dregnir út úr
155