Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 91
'¥©pas lisiiaBaí&r
'komandi styrfafidiar.
Eftir RUDOLF HAUS.
Síðan ensku burgeisablöðin fluttu fregnina um hin-
ar 60.000 stríðsflugvélar þýzka fasismans, er loftvíg-
búnaðurinn miðdepill almennrar athygli. Það er eng-
in furða, því að naumast hafa á nokkru sviði herbún-
aðarins verið gerðar jafn-óvæntar og eftirtakanlegar
uppfinningar og á sviði hernaðar-flugmálanna.
Faílbyssuflugbátar.
Fyrir nokkrum árum skrifaði þýzkur höfuðsmaður,
Helders að nafni, æfintýrakennda skáldsögu um efnið:
„Loftófriður 1936“, þar sem hann lét brezka loftflot-
ann hafa komið sér upp fáeinum stríðsflugvélum, sem
báru langt af öðrum slíkum tækjum. Yfirburðir þeirra
voru ekki aðeins fólgnir í hraða þeirra og stjórnsemi,
heldur einnig í hinum sérstaka útbúnaði þeirra. Þær
voru sem sé vopnaðar fallbyssum, en ekki aðeins vél-
byssum, eins og venja er til. Menn lásu þennan heila-
spuna — og nú, nokkrum árum síðar, er heilaspuninn
orðinn að veruleika.
Að vísu reyndu menn á stríðsárunum, einkum í Frakk-
landi, að koma fyrir fallbyssum í orustuflugvélum. Ár-
ið 1915 var sett 75 mm. fallbyssa í Voisin-flugvél eina
1 og 20 mm. fallbyssa í Breguet-flugvél. En þessar til-
raunir báru ekki tilætlaðan árangur, svo að eftir stríð-
ið hættu menn þeim.
En á síðustu tímum hafa menn af miklum ákafa far-
ið að gera tilraun með nýja tegund flugvélafallbyssu.
Síðan l'arið var að brynverja flugvélar (að minnsta
187