Réttur - 01.10.1934, Blaðsíða 94
Italska þjóðin undir allsherjar heraga.
í tilefni af heræfingunum í Ítalíu í haust,, tilkynnti
Mussolini heiminum, að ítalska þjóðin ætlaði sér ekki
aðeins að verða hernaðarþjóð, heldur einnig hernaðar-
sinnuð þjóð. Jafnframt lagði hann fyrir ráðherrafund
lagafrumvarp þess efnis, að sérhver ítalskur karlmað-
ur skyldi vera hermaður og standa undir herrétti frá
áttunda aldursári sínu.
í komandi stríði þarf á failbyssufóðri að halda.
Þess vegna á að leggja sérhvern ítala undir heraga.
Þetta starf eiga hinar fasistísku félagsmyndanir og
æskulýðssamtök að annast. Áður var hverjum einum
frjálst að vera utan þessara æskulýðsfélaga, en nú er
búið að lögleiða þá þvingun, sem þegar á sér stað í
reyndinni. Sérhvert barn v,erður frá áttunda aldurs-
ári sínu að vera meðlimur sambandsins „Opera Nazio-
nale Balila“. Þegar þau hafa náð fermingaraldri, tek-
ur við félagsskapurinn ,,Avangukrdia“ o. s. frv.
En þessi lög ná ekki aðeins til hernaðaruppeldis
æslculýðsins, heldur einnig varaherþjónustunnar.
Þannig ætlar ítalski fasisminn að ná því takmarki að
leiða ítölsku þjóðina undir skilyrðislausan heraga.
Járnbrautirnar í þágu hemaðarins.
Einkennandi fyrir hinn hraðvaxandi stríðsundirbún-
ing eru tilraunir japanska, hervaldsins til þess að leiða
heragann yfir alla japönsku þjóðina. Eins og í Italíu
byrjar hinn hernaðarlegi undirbúningur þegar á æskuár-
unum.
Eftirtektarverðar eru hinar stórkostlegu heræfing-
ar, sem nýlega fóru fram, í því skyni að prófa hernað-
arlega þýðingu járnbrautanna. 30,000 járnbrauta-
starfsmenn voru látnir taka þátt í þessum heræfing-
um.
Þrátt fyrir hinar stórkostlegu framfarir á sviði flug-
mála og bíjagerðar, munu járnbrautirnar í komandi
stríði leika þýðingarmikið hlutverk, bæði meðan á.
190