Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 43

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 43
SklNFAXi 43 ill gaumur gefinn, svo að furða iná kallast, live glannalega er látið reka á reiðanum i þvi efni. Atvinnuleysið kemur ranglátar niður á yngri kyn- slóðunum en hinum, sem eldri eru, vegna þess, að það er afleiðing af syndum liðins og liðandi tima, sem æskan á enga sök á, ber enga réttláta ábyrgð á og engin sanngirni mælir með, að bún liði fyrir. Og það bitnar alvarlegar á æskulýð en þroskuðu fólki á þann hátt, að með því er þunganum af syndum feðranna skilað sem arfi til kynslóðar framtíðarinn- ar. En „bölvun í nútíð“ er því verri, sem hún er meiri „framtíðarkvöl“. Afleiðingar og ábrif atvinnu- leysisins, hvort sem andleg eru eða líkamleg, liljóta að verða miklu dýpri og varanlegri á kynslóð og ein- stakling, sem er i vexti og mótun, — sem er að mynda sér lífsskoðun, festa sér trú á tilveruna, marka sér stefnu, og þarf um leið á miklu að halda til að ná líkamlegum þroska og fullvexti. Vaxandi og við- kvæmt barn eða ungmenni, sem verður fyrir þeim skorti á efnum og úrræðum og þvi svartmyrkri í framtíðarhorfum, sem atvinnuleysinu fylgir, lilýtur að bíða við það slikan hnekki, að það verði annar og vanþroskaðri maður, en það hefði ella getað orð- ið. En slík úrkynjun fólksins — jafnvel bve lílils bluta ]iess, sem er — er svo alvarlegur blutur, að livorki má spara fé, heilabrot né fyrirhöfn til þess að koma í veg fyrir hana, ef unnt er. Æskulýð, sem atvinnuleysið bitnar á, má skipta i tvennt: 1. Börn, sem þola skort eða biða annað tjón af því, að framfærendur þeirra vantar atvinnu. 2. Unglinga, sem eru komnir á þann aldur, að eiga og þurfa að fara að vinna sjálfir, en fá ekki atvinnu. Þeir unglingar verða aðalefni þessarar greinar. En áður en komið er að þeim, vil eg biðja lesandann að athuga með mér um stund málefni barna, sem eiga atvinnulausa framfærendur.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.