Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 44

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 44
44 SKINFAXI II. Hver efast um það, að verið geti eins mikið og gott mannsefni i Nonna litla, syni atvinnulausa verka- mannsins, eins og í Sigga jafnaldra hans, syni efn- aðs manns með góða atvinnu? Það er óséð mál og framtíðarinnar einnar að skera úr því, hvað úr þess- um mannsefnum vinnst. En það skiptir samfélagið miklu. Það á að njóta þeirra heggja og það á sína fiamtiðardrauma bundna við þá báða jafnt. Það veit þetta og viðurkennir það, með því að reisa skólahús og kosta fræðslu fyrir báða jafnt, og krefjast þess af báðum, að þeir njóti þess vaxtar, sem þetta veitir. Hvaða vit er svo i því, að hið sama samfélag viti af því með aðgerðalausu kæruleysi, að kyrkingur komi i Nonna litla, svo að hann geti ekki mannazt eins og honum ber, vegna þess, að atvinnuleysi pabha hans skammtar honuin ol’ litla og fjörefnasnauða fæðu? Eða að hann hafi ekki nema hálf not af skóla- verunni sinni, af því að hann vantar nauðsynlegar bækur og efni? —- Með skólaskyldunni leggur sam- félagið á Nonna litla störf, sem eru starfsþreki hans nægileg. Og hæði það og hann hefir bezt af, að hann leysi þau vel af liendi. Það starf á að nægja til þess að hann fái allt, sem hann þarf lil vaxtar og við- halds lífinu. Hvaða vit er þá i að láta það viðgang- ast, að hann sé þrælkaður um skör fram, við að sendast í búð eftir skólatíma, bera út blöð í myrkri og illveðri á kvöldin, eða vinna önnur slík verk, á meðan menn, sem komnir eru á vinnualdur, ganga aðgerðalausir? — Starfið í skólanum og í sambandi við hann nægir hörnunum til 14 ára aldurs. Þau eiga ekki að taka vinnu frá öðrum, sem eldri eru. Og at- vinnuleysi aðstandenda þeirra má ekki verða til þess, að á þau sé lagt meira verk. tJr því verður að bæta á annan hátt. Skylda samfélagsins að sjá öllum þegnum sínum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.