Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 45

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 45
SKINFAXI 45 fyrir nægilega arðberandi atvinnu til að framfleyta sér og sínum, hlýtur að vera hverjum liugsandi manni efalaus. f landi, sem hefir jafnmikið um björg og brauð og jafn gífurlega mikið af óunnum verkum og óhagnýttum auðlindum og land vort hefir, virðist vera fullkomið sleifarlag, að samfélagið sé þessu ekki umkomið. — Úr þvi vandræðaástandi, sem nú er, verður þó sennilega ekki bætt á skömmum tíma. En á meðan má það eklci viðgangast né vera þolað, að afleiðingar af atvinnleysi feðranna komi fram á börnunum, eins og það gerir nú víða. Til þess að koma í veg fyrir það þarf löggjöf um þessi atriði: 1. Að barnaverndarnefndum sé skylt að sjá um það, á kostnað viðkomandi bæjarsjóðs eða lirepps- félags, að atvinnulausar barnafjölskyldur hafi heil- næm liúsakynni og að smábörn þeirra liði engan skort í aðbúð né viðurværi. 2. Eftir að skólaaldri er náð (7 ára) liafi börn atvinnulausra framfærenda fæði og fatnað frá skól- unum, og sé enginn ölmusubragur á þeim útlátum. 3. Skólarnir sjái sömu börnum fyrir bókum, rit- föngum, vinnuefni og öðrum skólanauðsynjum eftir þörfum. 4. Yfir sumartimann, meðan skólarnir starfa ekki, sé börnum atvinnulausra framfærenda (og öðrum börnum, er þurfa) séð fyrir hollum dvalarstað með heppilegu viðfangsefni utan bæjanna. T. d. við snún- inga „í sveit“, eins og nú er títt, eftir því sem þörf kallar á það, eða þá í tjaldbúðum og skálum úti á viðavangi, þar sem skityrði eru til að vinna að skóg- græðslu og ýmiskonar ræktun, auk matreiðslu og þjónustubragða fyrir sjálf sig, undir hæfri stjórn. 5. Ráðning barna til launaðrar vinnu sé bönnuð þann tima árs, sem skólar starfa, og því aðeins leyfð aðra tíma, að eigi sé kostur unglinga yfir 14 ára til

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.