Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 46

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 46
46 SKINFAXI starfanna. Þetta atriði verður rökstutt nánar síðar í grein þessari. III. Engar tölur — a. m. k. engar áreiðanlegar — eru til um fjölda atvinnulausra unglinga á aldrinum 14 —20 ára. Væri full þörf skipulegrar og nákvæmrar rannsóknar um það efni. En það er víst, að allmik- ið er af slíkum unglingum i Reykjavík og öðrum kaupstöðum og sjávarþorpum — misjafnlega mikið eftir árstíðum og árferði. Það er glöggt dæmi um ástandið, að þegar stofnað var til vegavinnu við Þing- vallavatn, fyrir atvinnulausa unglinga úr Reykjavík, s.l. sumar, sóttu um 700 drengir um vinnuna, en ein- ir fjörutíu gátu fengið hana. — Einkum eru það pilt- ar, sem fá ekki atvinnu, og er hér þvi aðallega mið- að við þarfir þeirra. Eftirspurnin eftir stúlkum til heimilisstarfa gerir það að verkum, að þær eru lítið eða ekki á lausum kjala. Tvenn rök leiða til þess, að samfélagið verður að sjá um, að allir 14—20 ára unglingar hafi atvinnu eða viðfangsefni: 1. Unglingarnir þurfa að vinna fyr- ir sér. 2. Siðlegum og menningarlegum þroska pilt- anna er hætta búin, ef þeir ganga iðjulausir og hafa það eitt fyrir stafni, að „drepa tímann“ og örvænta um komandi daga. Um fyrra atriðið er þetta að segja: Meðal íslenzkr- ar alþýðu eru yfirleitt ekki þær ástæður, að ungling- ar geti lifað á framfæri foreldra sinna, eftir að þeir eru komnir á 14—15 ára aldur. Ef ástæður eru til þess og hugur unglinganna stefnir í þá átt, kosta foreldrarnir þá gjarna til skólagöngu. Að því ætti samfélagið að hlynna meira og skipulegar en verið hefir, því að skólasókn unglinga minnkar unglinga- framboð á vinnumarkaðinum, auk þess sem hún eyk- ur þroska og hæfni þeirra á ýmsum sviðum. Þyrfti

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.