Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 48

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 48
48 SKINFAXI um aðbúnaði, á þroskaskeiði, sem heimtar mjög öra efnaskiptingu og hraðan vöxt. Vegna atvinnuleysis- ins verða mannsefnin þannig að undirmálsmönnum, bæði i eigin vitund og i reynd. — Auðvitað bitnar þetta á líðan og hamingju þeirra vesalings einstak- linga, sem fyrir því verða. Kannske má staðhæfa með einhverjum rétli, að það geri ekki svo alvarlega mik- ið til, því að einstaklingurinn sé litill og forgengi- legur. En allur vanþroski og öll úrkynjun einstak- linganna kemur mest og alvarlegast niður á heild- inni, sem er mynduð úr einstaklingum. Það kemur niður á sjálfu samfélaginu, sem sýking og lirörnun á liffærum þess eigin likama. Hygginn maður verst sýkingu og hrörnun, ef hann á þess kost. Hyggið sam- félagið hlýtur þvi fremur að gera það, sem það á stærra líf og lengri framtíð í húfi. Þá kem eg að þeirri mikilvægu spurningu, sem eg vildi leitast við að svara með þessu greinarkorni: Hvað eigum vér Íslendingar að gera — íslenzka samfélagið — til þess að forða æskumönnum vorum frd þeirri viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem at- vinnuleysið er þeim? Það er þrennt, sem hér þarf að gera til bjargar og bóta: 1. Að greiða svo aðgang og sóknarmöguleika að allskonar framhaldsskólum, að allir æskumenn, sem hafa hæfileika og löngun til framhaldsnáms í skól- um, eigi kost á að stunda það, hvað sem líður efna- hag og ástæðum foreldranna. 2. Að halda að 14—20 ára unglingum öllum þeim störfum, sem eðlilegt er og við hæfi, að slíkir ung- lingar vinni, en láta ekki fólk á öðrum aldri, t. d. börn, taka þau frá þeim. 3. Að sjá öllum þeim unglingum, sem sælcja ekki skóla og fá ekki atvinnu á venjulegum atvinnumark- aði, fyrir viðfangsefnum, sem gefa þeim nauðsyn-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.