Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 49

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 49
SKINFAXI 19 legt lífsframfæri í aðra hönd og þroskandi störf, með nægu annríki í hina — og séu lielzt um leið undir- búningur undir þá framtíðaratvinnu, sem ungling- urinn liefir hneigðir og hæfileika til. Skal nú hver þessara þriggja liða athugaður fvr- ir sig. IV. Skólanám hlýtur alltaf að auka manngildi nem- andans og hæfni lians til að lifa lifinu og vinna störf- in í menningarþjóðfélagi, — a. m. k. ef skólinn vinn- ur störf sín sæmilega skynsamlega og námið er nem- andanum ekki hrein nauðung. Þetta eitt nægir til þess, að jafnan her að hlynna að skólasókn æsku- manna. Á atvinnuleysistimum bætist það við, að þvi fleiri unglingar, sem sækja skóta, því færri eru í framboði á vinnumarkaðinum. Á slíkum tímum mæla ötl skynsamleg rök með kröfum um þá reglu, að fólk á manndómsaldri vinni þau störf, sem vinna þarf í samfélaginu, æskan slundi nám til undirbúnings lífsstarfi sínu, en ellin njóti tivíldar. Af framansögðu virðist það blasa við, að samfé- lagið breytti skynsamlega, ef það krefðist skólanáms af öllum 14—16 ára unglingum, til framhalds því harnanámi, sem nú tíðkast. En leggja verður álierzlu á það, að það skólanám mætti ekki vera eintómt hóknám, og sizt af öllu lexmnám, eins og alþýða manna virðist halda, að skólanám eigi að vera. Ef tiorfið væri að slíkri viðbótar skólaskyldu, yrði um leið að koma upp vinnuskólum fyrir ungling- ana, þar sem þeir lærðu að vísu almenn bókleg fræði, en fengju fyrst og fremst verklega undirbúnings- menntun undir þau störf, sem þeir ættu að vinna sem fulltíða menn. Jafnframt þyrftu slíkar skólastofn- anir að reyna nemendurna, til þess að komast eftir, til hvaða starfa hver og einn beirra er hæfastur. 4

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.