Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 57

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 57
SKINFAXI 57 verkun hans o. s. frv. Ef til vill gæti stöðin tekið að sér viðgerðir o. fl. störf fyrir nærliggjandi verstöðv- ar og liagnazt lítið eitt á þvi. — Jafnframl verklegu námi og starfsþjálfun á landi og sjó yrðu piltarnir að njóta hóklegrar fræðslu, hæði almennrar og sér- l’ræðslu fyrir sjómenn. Að sjálfsögðu hefðu þeir á hendi þjónustubrögð sjálfra sín, og' matseld tii skiptis. Þá skal enn nefnt verkefni, sem virðist kjörið fyr- ir þessa verstöð atvinnulausra unglinga og háta henn- ar að leysa af hendi. Það er landhelgigæzla við Reykjanesskaga og á sunnanverðum Faxaflóa. Slíkl starf er æfintýralegt og „spennandi“ fyrir drengina og liefir á sér svip kappleiksins, svo að þeir mundu rækja það af hita og áhuga. En foringjar á stöðinni hlytu að liafa þá þekkingu og' gætni til að bera, er veitti starfinu öryggi og virðuleik. Virðist því ástæðu- laust að efast um, að gæzlan yrði leyst al' liendi með nákvæmni og festu og fullri sæmd, svo sem vera her. En varla þarf að lýsa því, live mikils virði það get- ur verið fyrir skapgerðarmótun hinna ungu manna, að þeim sé trúað fyrir ábyrgðarmiklu og virðulegu starfi. Þetta fyrirkomulag mundi spara rikissjóði all- mikið fé, á móti því, sem verstöðin kostaði, og jafn- vel vinna honum það inn. Hugsanlegt er, að stöðin gæti einnig haft á hendi björgunarstarfsemi og' slysavarnir í nágrenni sinu. Unglingarnir, sem dveldu á stöð þessari, yrðu að hafa sömu kjör og getið er hér að framan um sjálf- boðaliða í vinnu: Fæði, vinnuföt (þar með sjóklæði) og lítilsháttar vasapeninga. Ferðir að og frá stöðinni yrðu að vera þeim kostnaðarlausar. Hér hefir verið miðað við verstöð fvrir Suðvestur- land eitt. Sennilega væri rélt að byrja með liana eina sem tilraun, en líklega er þörf fyrir þrjár stöðvar i viðbót, á Vestfjörðum, við Eyjafjörð og á Aust- fjörðum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.