Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 59

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 59
SKINFAXl 59 en þeir vinna stórfellt gagn. (Sjá Skinfaxa 1934, 2. hefti, og 1935, 2. hefti). í þessu efni, eins og öðrum atvinnubótafram- kvæmdum, er þörfin brýnust í Reykjavik og Hafnar- firði. Rikið mun eiga jarðeignir í nágrenni þessara hæja, og á slíkri jarðeign ætti sem skjótast að stofna kennslubú fyrir þá atvinnulausu unglinga, sem hug hafa til ræktunar, úr þessum bæjum. Mætti það ef til vill leiða til einhvers afturhvarfs frá sjó til sveit- ar, frá möl til moldar. Ef til vill gæti samvinna við búnaðarskólana á Hólum og Hvanneyri bjargað öðr- um stöðum, ef fyrirkomulagi skólanna verður breytt og verklegt nám aukið, eins og nú er ráðgert. VII. í framanrituðu máli hafa verið lagðar fyrir ung- mennafélaga og aðra lesendur Skinfaxa tillögur um aðgerðir af hálfu samfélagsins til að eyða atvinnu- leysi ungra manna, og um leið leitazt við að rök- styðja þær. Tillögurnar miða að því, að láta alla þá unglinga, sem fá ekki vinnu á opnum atvinnumark- aði þjóðarinnar, fá viðfangsefni, sem veiti þeim lifs- nauðsynjar í aðra hönd og girði fyrir að þeir bíði tjún af iðjulegsi með öllum annmörkum þess, enda sé það um leið undirbúningur undir atvinnu fram- tíðarinnar. Tekið er tillit til þeirrar staðreyndar, að einstaklingarnir eru næsta misjafnir að hæfileikum, hneigðum og áhugamálum, og hæfir því ekki sama viðfangsefni öllum. — Sjálfsagt er nokkuð unnið með þvi, að nokkur liluti tillagnanna sé framkvæmdur. En það skal undirstrikað, að því aðeins er viðunan- lega unnið að þessu vandamáli af hálfu hins opin- bera, stjórnarvalda samfélagsins, að unnið sé á öll- um þeim sviðum, sem drepið er á hér að franutn. Telja má vist, að stjórnmálamönnum þyki vanta einn lið í tillögur þessar: bendingar um það, hvar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.