Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 64

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 64
64 SKIXFAXI •cr Frá fyrsta sviffluginu í Danmörku, er fór fram síðastl. vor. Svifflugan heitir Grunau Baby. með lireyfli, og rénaði þá áhuginn á svifflugi mjög mikið og gleymdist að lokum að mestu. Ófriðurinn mikli átti mestan þátt i þessari gleymsku. En það var hin mikla þörf fyrir liraðfleygar liern- aðarflugvélár, sem setti hinar hægfara svifflugur í skugga. Það var ekki fyrr en eftir ófriðinn mikla, að svifflug komst aftur inn í hugi manna, einkum þó Þjóðverja. Versalasamningurinn batt Þjóðverja á höndum og fótum, séð frá fluglegu sjónarmiði. Þeim var bannað að smiða flugvélar, sem hægt væri að nota til hern- aðar, og þar með bannað að smíða hreyfil-flugvélar. Og nú fyrst rennur upp sannkölluð blómaöld svií'- flugsins. Þýzkir flugvísindamenn settust nú við að fullkomna og bæta svifflug-tæknina. Vísindamenn- irnir athuguðu gaumgæfilega flug sviffuglanna og gáfu vélunum lögun og léttleik þeirra. Sviffluginu fleygði áfram með feikna hraða, og nú 12 árum síðar fljúga svifflugur mörg hundruð kíló- metra í allar áttir, mörg þúsund metra í loft upp, og halda sér meira en þrjú dægur á lofti. Nú er eng-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.