Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 73

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 73
SKINFAXI 73 heitum sluiidum eldmóðs og hrifningar; gefa henni trú á sjólfa sig, trú á land sitt og trú á lífið. Ekkert er í minum augum eins hættulegt, og að vera trúlaus á allt og sama um allt. Fátt hef eg séð hryggilegra en hugsjónalausan æskumann, sem stendur á sama um allt og alla. Það eru menn, sem skáldið segir „að hafi lifað sjálfa sig“, enda þótt þeir séu ungir að árum. Að forða æskunni frá „að lifa sjálfa sig“ er því stærsta og þýðingarmesta verkefni ungmennafélaganna. Þegar eg renni huganum yfir þau kynni, sem eg hefi af ungmennafélagsskapnum, og sem að mestu eru tengd við U.M.F. Bifröst, þá er margs að minnast og margt að þakka. Eg minnist málfundanna okkar, þar sem við oft og einatt heit og hrifin ræddum áhugamál okkar. Það voru að visu engin stórmól eða þjóðmál, sem ekki var von. En það voru mál við okkar hæfi, okkur hugþekk, sem komu hugsuninni á lireyfingu og hrifningu, og knúðu okkur til að brjóta við- fangsefnin til mergjar. Yið fórum heim af fundunum auðugri af áhugamálum, hrifnari og sælli. Eg minnist skemmtifundanna okkar og annarra félágslegra viðfangsefna, bæði í starfi og leik. Sjólfsagt hefir sumt eldra fólkið litið okkur hornauga og talið háttalag okkar til litilla sveitaþrifa. En í okkar tilbreytingarlausa, hversdagslega æsku- lífi, voru þessir atburðir „stórar stundir“, sem við minnumst með óblandinni ánægju og þakklæti. Æskulíf okkar varð frjórra, fyllra, fegurra og bjartara fyrir það, að við höfðum þessi félagslegu viðfangsefni. Við hlökkuðum til þessa sam- starfs og nutum í því þeirrar slarfsgleði, sem fylgir lausn hugþekkra áhugamála. Samstarfið deyfði sundrung þá og tor- tryggni, sem mörgum okkar hefir vafalaust verið í brjóst borin. . Eg efast ekki um, að mörg okkar eiga frá þessum stundum bjartar og fagrar minningar. Eg efast heldur ekki um, að við, sem aldurinn og umsvif lífsins hefir nú fært í fang erfiðari viðfangsefni, getum með réttu þakkað U.M.F. Bifröst fyrir mý- mörg tækifæri til ræktar og þroska; þakkað félaginu fyrir hag- nýtan undirbúning, sem það veitti okkur undir fullorðinsárin. Eg minnist þess, er við vorum á stofnfundi U.M.F. Bifrastar að ræða um, hvað félagið ætti að heita. Við vorum í hálf- gerðum vandræðum með nafnið. Það átti auðvitað að vera fal- legt, en um leið táknrænt um slarf félagsins og tilgang. Við völdum eftir nokkra umhugsun nafnið Bifröst — brú milli himins og jarðar. Við urðum öll sammála um, að það væri fegursta nafnið, og kæmist næst því, að fela í sér tákn þess, sem félagið átti að vera fyrir okkur.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.