Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1937, Qupperneq 73

Skinfaxi - 01.02.1937, Qupperneq 73
SKINFAXI 73 heitum sluiidum eldmóðs og hrifningar; gefa henni trú á sjólfa sig, trú á land sitt og trú á lífið. Ekkert er í minum augum eins hættulegt, og að vera trúlaus á allt og sama um allt. Fátt hef eg séð hryggilegra en hugsjónalausan æskumann, sem stendur á sama um allt og alla. Það eru menn, sem skáldið segir „að hafi lifað sjálfa sig“, enda þótt þeir séu ungir að árum. Að forða æskunni frá „að lifa sjálfa sig“ er því stærsta og þýðingarmesta verkefni ungmennafélaganna. Þegar eg renni huganum yfir þau kynni, sem eg hefi af ungmennafélagsskapnum, og sem að mestu eru tengd við U.M.F. Bifröst, þá er margs að minnast og margt að þakka. Eg minnist málfundanna okkar, þar sem við oft og einatt heit og hrifin ræddum áhugamál okkar. Það voru að visu engin stórmól eða þjóðmál, sem ekki var von. En það voru mál við okkar hæfi, okkur hugþekk, sem komu hugsuninni á lireyfingu og hrifningu, og knúðu okkur til að brjóta við- fangsefnin til mergjar. Yið fórum heim af fundunum auðugri af áhugamálum, hrifnari og sælli. Eg minnist skemmtifundanna okkar og annarra félágslegra viðfangsefna, bæði í starfi og leik. Sjólfsagt hefir sumt eldra fólkið litið okkur hornauga og talið háttalag okkar til litilla sveitaþrifa. En í okkar tilbreytingarlausa, hversdagslega æsku- lífi, voru þessir atburðir „stórar stundir“, sem við minnumst með óblandinni ánægju og þakklæti. Æskulíf okkar varð frjórra, fyllra, fegurra og bjartara fyrir það, að við höfðum þessi félagslegu viðfangsefni. Við hlökkuðum til þessa sam- starfs og nutum í því þeirrar slarfsgleði, sem fylgir lausn hugþekkra áhugamála. Samstarfið deyfði sundrung þá og tor- tryggni, sem mörgum okkar hefir vafalaust verið í brjóst borin. . Eg efast ekki um, að mörg okkar eiga frá þessum stundum bjartar og fagrar minningar. Eg efast heldur ekki um, að við, sem aldurinn og umsvif lífsins hefir nú fært í fang erfiðari viðfangsefni, getum með réttu þakkað U.M.F. Bifröst fyrir mý- mörg tækifæri til ræktar og þroska; þakkað félaginu fyrir hag- nýtan undirbúning, sem það veitti okkur undir fullorðinsárin. Eg minnist þess, er við vorum á stofnfundi U.M.F. Bifrastar að ræða um, hvað félagið ætti að heita. Við vorum í hálf- gerðum vandræðum með nafnið. Það átti auðvitað að vera fal- legt, en um leið táknrænt um slarf félagsins og tilgang. Við völdum eftir nokkra umhugsun nafnið Bifröst — brú milli himins og jarðar. Við urðum öll sammála um, að það væri fegursta nafnið, og kæmist næst því, að fela í sér tákn þess, sem félagið átti að vera fyrir okkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.