Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 86

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 86
86 SKINFAXI kynslóðinni, því að e'ltiri kynslóðin hlýtur að leggja allt sitt á hennar vald fyrr en varir — samkvæmt órjúfanlegum lög- um lífsins. Annars á unga kynslóðin nokkra sök í þessu máli, og hún gerir rétt, ef hún vill viðurkenna það. Hún hefir um of skrýtt sig erlendum klæðum til ærslaláta. Af því að þetta eru ekki hennar eigin klæði, hefir það slcyggt á réttmætar kröfur henn- ar á hendur eldri kynslóðinni, um heilbrigt þjóðskipulag og þjóðfélagslíf. Þær kröfur á hún að sjálfsögðu að gera, og sú bezta vernd, sem eldri kynslóðin getur veitt lýðræðinu, er að fullnægja þeim kröfum með sönnum manndómi. Ungmennafélagar! Þess er vænzl af ykkur, að þið takið þetta mál með yfirburðum. Héðan og handan. í. S. í. 25 ára. íþróttasamband íslands var stofnað 28. janúar 1912, og álti þvi 25 ára afmæli nú í ársbyrjun. Hefir það haft aðalforgöngu og yfirstjórn íslenzkra íþróttaframkvæmda þenna fjórðung ald- ar. Og þann tíma hefir það átt margvislega og nána sam- vinnu við U.M.F.Í. og sambandsféjög þess, enda eru mörg þeirra í í. S. í. Hér á landi reis öflug íþróttahreyfing, i þann mund, sem Ungmennafélögin voru stofnuð, 1900 og árin þar á eftir. Átlu Umf. mjög ríkan þátt í henni og höfðu aðalforgöngu iþrótta- málanna um skeið. T. d. stóð U.M.F.Í. fyrir fyrsta íþrótta- mótinu fyrir allt land, alisherjarmótinu 1911. En svo varð mönnum ljós nauðsyn þess, að sameina alla iþróttastarfsemi landsmanna i eitt átak, undir einni stjórn, og Í.S.Í. var stofn- að. Aðalhvatamaður stofnunar |)ess var Sigurjón Pétursson glímukappi. En þau ungmennafélög, sem þá voru stærst á landinu og höfðu forgöngu í iþróttamálum, tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri, tóku þátt í stofnun sambandsins. Hér er eigi rúm til að rekja 25 ára, starfssögu Í.S.Í. En störf þess að hreysti og líkamsménningu landsmanna eru mörg og áhrifa þess gætir víða. Það hefir staðið fyrir eða átt þátt í flestu því, sem vel hefir verið gert i íþróttamálum landsins um sína tíð. Sjálft hefir sambandið séð um íþróttaframkvæmd- ir fyrir allt landið og íþróttasamvinnu við önnur lönd, en sambandsdeildir þess, íþróttafélög bæjanna og ungmennafélög

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.