Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 92

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 92
92 SKINFAXI þenna dag að ræða og hann einan, svo sjálfsagður var hann.. Það er vitað að sál fjöldans er ekki altaf vakandi; miklu fremur sefur hún oftast nær, en hrekkur svo upp við liáværa bresti og máské sofnar ekki strax aftur. Það er þetta, sem við ætlum að gera með baráttudaginn, að- gera gný, svo að allir vakni, opna augu ungra og gamalla fyrir stefnumálum ungmennafélaga, útbreiða félagsskapinn, kynna starf hans og stefnu og koma okkur í beint, ákveðið samband við umheiminn. Á þeim degi vinnum við sérstaklega að sameiginlegum áhugamálum allra ungmennafélaga, og hvert félag gerir öflugt átak að sínum sérmálum heima fyrir. Á þeim degi vita öll ungmennafélög hvert af annars bar- áttu, og finna sig hafa styrk af því, að vera í einni heild, sem öll stefnir fram og sem ekki er hægt að rjúfa. Það er ekki vandi fyrir ungmennafélaga, að gera þenna dag eftirminnilegan. Þau berjast fyrir og hafa á stefnuskrá sinni öll þau umbóta- og menningarmál, sem nú eru efst á baugi með þjóðinni. Þau hafa skilyrði til að taka upp hvert það mál, er horfir til bóta, og þau hljóta að standa sem vörð- ur fyrir frjálsan félagsskap, frið og lýðræði i þessu landi. Ungmennafélög geta ætíð haft krafta til þess að halda slik- um degi uppi, og gæti hanií einmitt orðið hvatning til þess að kalla krafta félagsheildarinnar fram og nota þá. Að sinni vil eg ekki fara út i smáatriði um tilhögun dags- ins, en hún hlýtur að verða með ýmsu móti hjá hinum ýmsu félögurn. Sný eg mér að því, hvers vegna 17. júní er hinn eini sjálfsagði dagur sem baráttu- og hátíðisdagur ungmennafélaga. 17. júní er í hugum íslendinga baráttu- og frelsisdagur, og í rauninni hefir U.M.F.f. helgað sér hann áður, en það var á hundraðasta afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, þegar U.M.F.Í. hélt sitt fyrsta leikmót á iþróttavellinum í Reykjavik, það mót, sem Allsherjarmótin telja aldur sinn til. Ungmennafélagar munu ekki keppa við íþróttasamband íslands um daginn, þar sem áhrifa þess gætir nær eingöngu í Reykjavík, heldur stoða að því, að helgi dagsins færist út um allt land, og um það munu allir vera sammála, að enginn félagsskapur standi nær því, að helga sér afmælisdag Jóns Sigurðssonar en einmitt ungmennafélögin, og ungmennafélagar verða aðeins að óska þess sjálfum sér til handa, að þeir megi gera minningu þjóÁ- hetju vorrar þann sóma, að vera vel á verði í baráttu þjóð- arinnar inn á við og út á við. Um siðasta lið tillögunnar vil eg segja jmð, að merkiasala tíðkast nú á öllum þeim dögum, þegar unnið er að málum einhvers félagsskapar, og virtist þvi ekki úr vegi, að U.M.F.f.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.