Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 100

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 100
 svo háðar fjöruskilyrðum að þær finnast ekki nema þar (Agnar Ingólfsson 1975). Þær hafa með öðrum orðum aðlagast svo fjörulífi að þær ráða ekki lengur við aðstæður annars staðar. Þessi aðlögun hefur vafalítið átt sér stað í Evrópu löngu áður en tegundirnar námu land hér. Þær tegundir sem fundust á sniðunum tveimur vaxa sumar hverjar í þurru landi annars staðar, aðrar í votlendi, en aðeins ein tegund getur talist eiginleg vatnategund. Það er fléttan Dermatocarpon rivulorum, þótt hún vaxi sums staðar við aðstæður þar sem hún er sjaldan á kafi. Örfáar þessara tegunda vaxa stundum við efstu mörk sjávarfjöru, en engin þeirra virðist sækja sérstaklega í slíkt umhverfi. Þurrlendisteg- undir eru einkum áberandi í efri hluta fjörunnar en votlendistegundir ríkjandi um neðri hlutann. Beltaskipting gróðurs á snið- um þessum er mjög augljós; hver tegund vex aðeins á takmörkuðum hluta fjörunnar (3. og 4. mynd). Aferð hinna ýmsu tegunda er misjöfn og má jafnvel úr fjarlægð greina nokkur lárétt belti á klöppinni. A klöppinni með 71 ° halla eru þrjú meginbelti greinileg- ust (5. mynd): Neðst er dökkt belti þar sem bláþörungar (Nostoc) og kísilþörungar eru ríkjandi. Um miðbikið er grænt belti þar sem mosar eru allsráðandi en efst eru það fléttur sem lita klöppina gráa. Við nánari athugun má auðveldlega greina mosabeltið í tvö minni belti sem hafa ólíka áferð. Á hallaminni klöppinni eru meginbeltin hins vegar þessi (6. mynd): Neðst er dökkt kísliþörungabelti, þá belti myndað af háplöntum, einkum túnvingli, þvínæst belti af mosum og þar fyrir ofan fléttubelti. Ofan við fléttubeltið er svo þykk motta af grámosa (Rhacomitrium lanuginosum), en hann nær ekki svo langt niður að hann fari nokkurn tíma á kaf. Hallinn á þessari klöpp er svo lítill að jarð- vegur hefur myndast á dálitlum kafla ofar- lega í fjörunni, og á því svæði eru túnving- ullinn og aðrar háplöntur ríkjandi. Athyglisvert er að bera beltaskiptingu og tegundasamsetningu saman við það sem sést í sjávarfjörum. Draga má fram muninn á eftirfarandi hátt: Margar tegundir í sjávar- fjöru eru einskorðaðar við fjöruumhverfi, en það á ekki við neina tegund í fjöru Brunn- tjarnar eins og áður segir. Mjög fáar tegund- ir í sjávarfjöru eru ættaðar af landi, lang- flestar úr sjó. Nánast allar tegundir í fjöru Brunntjarnar vaxa hins vegar jafnframt á landi; aðeins ein vatnategund hefur fundist þar. Tegundafjölbreytni í sjávarfjöru minnk- ar þegar nær dregur landi, en í fjöru Brunn- tjarnar eykst tegundafjölbreytnin upp á við. Tvær meginskýringar eru á þessum mun: 1. Sjávarföll hafa verið frá alda öðli, um heim allan, og tegundir, hvort sem þær eru ættaðar úr sjó eða af landi, hafa haft langan tíma og ótal tækifæri til að aðlagast hinum sérstöku lífsskilyrðum í sjávar- fjörum. Lífverur hafa á hinn bóginn tæpast fengið tækifæri til að aðlagast fjörulífi í fersku vatni, þar eð sjávarföll í fersku vatni eru nánast óþekkt og Brunntjöm og ná- grannatjamir hennar em mjög ung fyrirbæri. 2. Landlífverur þola betur að fara á kaf í fersku vatn en í sjó. Þær eru vanar fersku vatni, bæði sem raka í jarðvegi og úrkomu, en fari þær á kaf í sjó lenda þær í vanda með lífstörf sem snerta jafnvægi milli salts og vökva í líkamanum. Að svo stöddu er litlu hægt að slá föstu um þá umhverfisþætti sem afmarka út- breiðslu einstakra tegunda á hraunklöppum við Brunntjörn. Líklegt er þó að þurrkur stöðvi útbreiðslu margra votlendistegunda upp ,á við, en langvarandi kaffæring með tilheyrandi öndunarvandamálum getur aftur á móti gert sumum tegundum erfitt fyrir og sett útbreiðslu þeirra skorður niður á við. Hallinn á hraunklöppum þeim sem athug- aðar voru er það mikill að jarðvegur myndast lítt eða ekki. Háplöntur eru því fáar. Annars staðar við tjörnina hefur hins vegar átt sér stað veruleg jarðvegsmyndun og er há- plöntugróður þar ríkjandi. Athyglisvert væri að kanna tegundasamselningu og dreifingu plöntutegunda við slík skilyrði en það hefur ekki verið gert ennþá. Dýralíf Brunntjarnar er lítt kannað. Þó hefur þar árum saman verið leitað fjöruflóa (marflóa) af ættkvíslinni Gammarus og 258
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.