Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 15
ANDVARI
JÓN ÞORKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR
205
1892, og flutti háskólafrumvarpið. Stóð barátta Benedikts Sveinssonar fyrir
heimastjórn þá sem liæst; og samþykkti þingið 1893, auk háskólafrumvarpsins,
einnig stjórnarskrárfrumvarp hans. En ekki varð þingmannsferill Jóns Þorkels-
sonar lengri í það sinn. Hann féll við aukakosningar um stjórnarskrármálið á
Snæfellsnesi árið eftir.
I Iafi það hvarflað að Jóni Þorkelssyni um þetta leyti, sem ekki er ólíklegt,
að reyna að ryðja sér til sætis á bekk með stjórnmálanrönnum þjóðarinnar, hefur
það að minnsta kosti ekki dregið neitt úr ritstörfum hans, sem sjaldan voru
meiri en einmitt á þessum árurn. Auk Fornbréfasafnsins, sem þrjú hindi komu
af í Kaupmannahöfn á árunurn 1888—1897, gaf hann út frumsamda „Sögu
Jörundar hundadagakóngs" árið 1892, byggða á skjölum, sem áður voru óþekkt,
enda í alla staði hina merkustu bók á sínum tíma, „Islenzkar ártíðaskrár" á
árunum 1893—1896, sem með skýringum Jóns og ættartölum urðu öndvegisrit
á sviði íslenzkra ættfræða, frumsamda „Sögu Magnúsar prúða" og „Sögu Jóns
Espólíns lrins fróða“ eftir sjálfan hann, báðar árið 1895, „Ljóðmæli Gríms
Thomsens" sama ár og „Vísnakver Páls Vídalíns", með ævisögu Páls eftir Jón
Olafsson frá Grunnavík, árið 1897, — allt í Kaupmannahöfn. Þegar litið er á
svo umfangsmikil útgáfustörf Jóns Þorkelssonar og ritstörf á þessum árum, væri
ekki orð á því gerandi, að hann reit þá einnig tvær minningargreinar um látna
vini í Andvara, ef þær væru ekki báðar rneðal þess persónulegasta og bezta,
sem eftir hann birtist í óbundnu máli; var önnur þeirra, árið 1894, um Guð-
brand frænda hans Vigfússon, — þá látinn fyrir nokkrum árum, — sem hann
taldi fáa hafa jafnazt við í íslenzkum fræðum, „og naumast nokkurn nema
Árna Magnússon og Jón Sigurðsson"; hin, árið 1898, um Grím Thomsen,
„fornan í skapi og fornan í máli“, enda „að allri gerð svo íslenzkan", að Jón
mat ekkert skáld samtíðar sinnar til jafns við hann.
Sumarið 1898 hafði Jón Þorkelsson dvalið sextán ár í Kaupmannahöfn,
en var sem áður embættislaus. Mun hann þá hafa verið farinn að þreytast á
þarvist sinni, ettda „allir einstæðari í öðru landi en sínu eigin, . . . sem kvistir
slitnir af sinni rót“, eins og hann sagði í grein sinni um Grím Thomsen. En ein-
mitt þetta ár bauðst honum staða heima á íslandi, sem var vel við hans hæfi; var
það fyrirhuguð skjalavarðarstaða við landsskjalasafnið í Reykjavík, sem þá var
í ráði að cndurskipuleggja og opna lil almennings nota. Lét hann ekki bjóða
sér slíkt tækifæri tvisvar, enda hvarf hann heim til íslands strax það sumar.
Veitti alþingi fé lil hinna fyrirhuguðu híeytinga við skjalasafnið sumarið 1899;
og var Jón Þorkelsson skipaður landsskjalavörður í lok þess árs.
Landsskjalasafnið hafði að nafninu til verið stofnað með auglýsingu
landshöfðingjaembættisins árið 1882; en í raun og veru gerðist þá ekkert annað