Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 18

Andvari - 01.10.1960, Síða 18
208 STEFÁN PJETURSSON ANDVARI 1908, — svo vel var hún rökstudd — þótt fáu vildu þeir, í það sinn, skila þeirra skjalabóka, sem þar var til kallað. Ekki væri það nein furða, þótt eitthvað hefði dregið úr útgáfustarfi Jóns Þorkelssonar eftir að hann kom heim frá Kaupmannahöfn og tók við stöðu skjalavarðar við landsskjalasafnið, — að minnsta kosti meðan hann var einn við það. En það var öðru nær. Auðvitað hélt hann áfram útgáfu „íslenzks fornbréfasafns", sem þá var flutt til Reykjavíkur; en jafnframt færðist hann ný og ný útgáfustörf í fang, sem væru því engin takmörk sett, hverju hann gæti afkastað. Strax á fyrsta ári eftir heimkomuna gaf hann út „Þjóðsögur og munnmæli", sem ávallt höfðu verið honum hugðarefni, þótt ekki gæfi hann sér að jafnaði mikinn tíma til að sinna því. Varð þess og ekki langt að bíða, að hann byrjaði útgáfu á öðrum handfastari heiinildum þjóðarsögunnar hér heima. Árið 1902 stofnaði hann Sögufélagið með nokkrum áhugamönnum öðr- um í Reykjavík, og var það frá upphafi athafnasamt um útgáfustarf. Annaðist Jón Þorkelsson það að langmestu leyti sjálfur, að minnsta kosti á fyrstu árum félagsins, enda gaf hann þá út á vegum þess: „Morðbréfabæklinga Guðbrands biskups Þorlákssonar“, á árunum 1902—1906, „Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal", fyrra bindi, á árunum 1903—1910, „Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalíns", árið 1904, og „Tyrkjaránið á Islandi", mikið safn samtíðarheimilda um þann eftirminnilega atburð, á árunum 1906—1909. Voru þetta allt hin merkilegustu heimildarrit um sögu þjóðarinnar frá síðari öldum- En hér sannaðist það á Jóni Þorkelssyni, sem hann sagði eitt sinn sjálfur um Guðbrand frænda sinn Vigfússon, „að þegar miklu er afkastað, og mörg eru járnin í eldinum í einu, er hætt við því, að eitthvað af þeim brenni“. Jón Sig- urðsson hafði á síðustu árum ævi sinnar haft í hyggju að gefa biskupasögur séra Jóns Halldórssonar í Hítardal út í „Biskupasögum" Bókmenntafélagsins, enda „rit séra Jóns svo merkilegt í alla staði“, sagði hann, „að það er þess vert, að það sé prentað sér í lagi“. Ekki entist honum þó aldur til að framkvæma þá fyrirætlun; féll hún og niður þar til Jón Þorkelsson tók hana upp á vegum Sögufélagsins aldarfjórðungi síðar. Hætti hann þá alveg við þá hugmynd, að gefa biskupasögur séra Jóns út í heild, og sleppti sögum hinna kaþólsku biskupa, þar á meðal Ogmundar Pálssonar og Jóns Arasonar, sem séra Jón í Hítardal dæmdi að vísu dálítið öðruvísi en Jón Þorkelsson og þeir, sem framarlega stóðu með honum í sjálfstæðisbaráttunni við Dani í byrjun þessarar aldar; en með því, sem þá var eftir af biskupasögum séra Jóns, birti hann ýmsa viðauka eftir aðra, sem voru riti hans óviðkomandi. Sætti þessi aðferð við útgáfu biskupa- sagnanna síðar allharðri gagnrýni Jóns biskups Helgasonar, sem skrifaði ævi-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.