Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 27
APOSTOLOS DASCALAKIS:
VÆRINGJAR
Erindi jlutt í Hás\óla íslands 22. aprtl 1960.
Það er mér óblandin ánægja, að ég
skuli hafa átt þess kost að heimsækja þetta
fagra land, sem er svo fjarlægt heimahög-
um mínum. Háskóli íslands sýndi mér
þá vinsemd aS hjóSa mér hingaS, og för
mín er jafnframt aS nokkru leyti þáttur
í þeim menningarsamskiptum þjóSa í
milli, sem EvrópuráSiS beitir sér fyrir.
Lönd vor liggja á öndverSum skautum
álfunnar, og margir ySar þekkja Grikki
einungis af hinni fornu sögu vorri. Fyrr
á tíS mundi för grísks manns til Reykja-
víkur hafa veriS talin álíka stórmerki og
ferSir Ódysseifs, sem frá cr sagt í Ódys-
seifskviðu, eða siglingar sægarpsins Pý-
þeasar, þegar hann lagði upp frá strönd-
Um MiSjarðarhafs og komst alla leið til
mvintýraeyjarinnar Thule, sem í dag
nefnist Skandinavía. Á sama hátt mundi
Islendingur, sem komizt hefði alla leið
til Aþenu, hafa verið lofaður í fornum
sögum fyrir afrek sitt, alveg eins og Har-
aldur konungur var lofsunginn, þegar
hann kom til Konstantínopel og ferðað-
ist um allt Grikkland. En svo sem þér
niegiS sjá á klæðnaði mínum, ganga
Grikkir ekki lengur í skikkjum, né heldur
bera þeir hjálma, og ekki vopnast þeir
spjótum, bogum og skjöldum, og sjálfir
farið þér ekki lengur í hringabrvnjur né
takið yður víkingaöxi í hönd. Á ferðum
vorum notum vér ekki skip eins og Aga-
ntcmnon eða Akkilles á herför sinni gegn
i rójuborg, og ekki heldur þríæringa eins
í sjóorustunni við Salamis, og þér, að
yðar leyti, sigliS ekki lengur langskipum
’ncð 32 árum og háum siglutrjám, drek-
um víkinganna og sækonunganna. Á vor-
um dögum klæðumst vér og þér snms
konar fötum, nema þegar saman fer hita-
hylgja í Grikklandi og kuldahret á Islandi.
Nú förum vér ferða vorra um höfin í
þægilegum skipum eða fljúgum loftin í
þotum. Það er sama hvaða mál vér töl-
um og hvar í Evrópu vér búum, allir
erum vér þegnar í hinu mikla evrópska
samfélagi. Auk þess lifum vér, hugsum
og finnum til sem Evrópumenn. Lönd
vor, sem naumast vissu hvort af öðru
fram að deginum í gær, verða aS tengj-
ast sterkari böndum og kynnast betur. Á
þann hátt einn lærist oss að skynja það
sem sameiginlegt er öllum EvrópuþjóS-
um. Þótt þær lieyi friðsamlega samkeppni
sín í milli, eru þær undir hið sama seldar
og hver annarri tengdar og háSar.
Þó er eigi svo að skilja, að lönd vor
hafi ætíð veriS svo fjarskyld að hugsun
og luigniyndum sem ætla mætti af fjar-
lægðinni þeirra í milli. Ef ég man rétt,
hélduð þér fyrir fáum árum hátíðlegt
1000 ára afmæli þings yðar, sem var
fyrsta þing í Evrópu og undanfari þjóð-
þinganna í lýðræðislöndum heimsins á
vorum dögum. En í fyrndinni voru þing
miSstöðvar alls stjórnmálalífs í mínu
landi. Þar þróuðust hugmyndirnar um
pcrsónulegt frelsi, jöfnum höndum í
kenningum hcimspekinga og stjórnar-
störfum valdhafanna, og hornsteinn lýð-
ræðisins var lagður. Þannig fékk Grikk-
land hið forna oss í hendur þann arf,
sem dýrastur er í heimi nútímans. ísland
lét stjórnast af þessum anda lýðræðislegs