Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 29

Andvari - 01.10.1960, Síða 29
ANDVARI VÆRINGJAR 219 hala veraldar . . . og hvernig stóð á því að þeir hjuggu þessa áletrun á ljónið í Pireus? . . . Allt slíkt var á huldu og ráðgáta ein, þótt um það væri skrifuð hver lærdómsritgerðin á fætur annarri. Og þannig stóðu sakir, þangað til 1856, þegar danski lærdómsmaðurinn Rafn gerði það heyrinkunnugt, að sér hefði nú tekizt að lagfæra hinn skemmda texta og áletrunin á ljóninu væri sú er nú skal greina. A hægri hlið: „Hákon vann, þeir Úlfr ok Ásmundr ok Orn hafn þessa; þeir menn lagðu á, ok Haraldr háfi, og fébóta uppreistar vegna Grikkjaþýfis. Varþ Dálkr nauðugr í fjarri landum. Egill var i faru með Ragnari til Rúmaníu . . . ok Armeníu". Á vinstri hlið: „Ásmundr hjó rúnar þessar, þeir Ásgeir ok Þorleifr, Þórþr ok ívar, at bón Haralds háfa, þó at Grikkir (of) hugsaðu (og hannaðu)“. Eg mun ekki hér fara mörgum orðum um áletrunina á ljóninu. Um það efni hafa löngum staðið deilur meðal hinna ágætu rúnafræðinga á Norðurlöndum, og ég tel víst að íslenzkir fræðimenn séu því kunnugri en ég. Þegar öllu er á botninn hvolft er aðalatriðið það, að vissulega voru norrænir sæfarar í Grikk- landi á fyrri hluta 11. aldar, og foringi þeirra var um skeið Haraldur harðráði, hin fræga forna lietja, sem síðar varð konungur í Noregi. I íslenzkum forn- sögum er talað um hetjudáðir þessa manns í austurlöndum. Því lief ég talið rétt í þessum inngangi að víkja að hinu forna minnismerki, sem áþreifanlega sýnir, að norrænir menn komu til Grikk- lands. En það staðfesta sögulegar grískar miðaldaheimildir, sem fjalla um þessa Norðurlandamenn og Harald sjálfan. Árið 860 varð horgin Konstantínópel fyrir áhlaupum og innrásum frá Svarta- hafi. Svo segja býzanzkir sagnaritarar, að hávaxnir stríðsmenn, bláeygir og síð- hærðir, í hlekkjabrynjum og með geig- vænlegar axir, hafi komið á smábátum einhvers staðar innan úr Rússlandi. Þeir sigldu eftir stórfljótunum á löngum margrónum skipum, skeyttu lítt um stormana á Svartahafi, sigldu inn í Bos- porus og settust um Konstantínópel. En drottning borganna var girt háum virkis- múrum, og þaðan var eldfimum efnum eins og til dæmis hinum fræga „fljótandi eldi“ þeytt gegn óvinunum. Þessi fljót- andi eldur bjargaði Býzanz mörgum sinn- um með því að kveikja í árásarskipun- um. Innrásarmennirnir voru æfðar sjó- hetjur og snjallir bardagamenn, en livorki böfðu þeir nauðsynlega leikni né reynslu til þess að taka svona rambyggilegt vígi, sjálfa höfuðborg býzanzka heimsveldis- ins: borgin stóð af sér öll áhlaup inn- rásarmanna vegna hagstæðrar legu sinnar og hárra virkja og turna og enn annarra varnarráðstafana. Innrásarmennirnir urðu fyrir miklu manntjóni og skelfdusr af hinum hræðilega fljótandi eldi, sem brenndi bæði menn og skip. Þeir voru því til neyddir að sigla aftur inn í Svarta- baf, og þaðan héldu þeir upp eftir fljót- unum og hurfu sömu leið og þeir komu. En ibúarnir í Býzanz voru reynslunni rikari, þeir höfðu í fyrsta sinn staðið augliti til auglitis við hina nýju fagur- leitu en hræðilegu óvini og höfðu þó öldum saman átt í stöðugum átökum við óvinaheri frá flestum löndum hins þekkta heims. Þeir efuðust ekki um að verndar- dýrlingur borgarinnar, María guðsmóðir, hefði haldið hlífiskildi yfir borginni, og fullir þakldætis sungu þeir henni lof og dýrð. Býzanzkir sagnaritarar kalla þessa inn- rásarmenn rúss. Þetta nafn minnir á nútímanafn Rússlands, og auk þess komu þessir menn frá Rússlandi, svo að ekki var furða þó að þeir væru fyrrum taldir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.