Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 43

Andvari - 01.10.1960, Síða 43
ANDVAIU JÓMFRÚFÆÐINGIN Veðurgnýrinn og trylltur veltingur skipsins torvelduðu allar viðræður, en úrsmiðurinn var að skemmta með söng. Balthazar Njálsson úrsmiður hafði góða rödd, en hún hafði aldrei verið notuð nema í þröngum vinahópi og undir áhrifum örvandi drykkja. Þó að söngskráin væri takmörkuð, var ekki valið af verri endanum: Það voru hinir gömlu magnþrungnu útfarar- og passíusálmar Hallgríms Péturssonar sálmaskálds. Balthazar var prestssonur og prestlærður sjálfur; hann hafði hafnað allri trú sem siðleysu, en sálmana gömlu þótti hon- um alltaf vænt um, og þá kunni hann orðrétt utanbókar. Landar hans tveir tóku undir það sem þeir mundu. Færeyski vélstjórinn hlýddi á með athygli og horfði með furðusvip á syngj- andi ætthræður sína þrjá. Tveir þeirra, skáldið og læknirinn, voru þrekskrokkar að sjá; hinn fyrrnefndi var reistur og tígulegur, með leiftrandi eld í augurn, hinn var digur sem naut og blár sem hel. Ursmiðurinn var grannur og föh leitur með fínlega meitlaða drætti í skegglausu andliti. Flann var þrifalega og nosturslega klæddur, í sjakket og með hálslín, en hinir voru í slopp og rnorgun- skóm með sólarhringsgamla skeggbrodda í vansvefta andlitum. Um Einar Bene- diktsson vissu allir, að hann var ekki aðeins skáld, lieldur fékkst hann einnig við stjórnmál og kaupsýslu, og um það gengu ævintýralegar sögur, að hann hefði selt ríkum enskum hröskurum og sérvitringum jarðskjálftasvæði, gull- nárnur og norðurljós. Það fór að bregða birtu, og þjónninn kom til þess að kveikja, en það rnátti skáldið ekki heyra nefnt, hann vildi njóta rökkursins og hlikandi endurskinsins frá æðandi öldunum. Læknirinn rétti þjóninunr tóma flöskuna til þess að fá aðra nýja, hægt færðist kvöldið yfir og stormurinn gekk berserksgang, alvaldur og örvita, en Islendingamir héldu áfram að kyrja sáhnana. Afl dauðans eins nam krenkja alla í veröld hér; skal ég þá þurfa að þenkja, hann þyrmi einum mér? Adams er eðli runnið í mitt náttúrlegt hold; eg hef og þar til unnið, aftur að verða’ að mold. Það kvöld snerist stormurinn upp í fárviðri. Skipið var í einu hrimlöðri, það engdist og veinaði eins og kona í barnsnauð. í einum brotsjónum slitnuðu tveir björgunarbátar upp og fóru fyrir borð, hina varð að njörva niður með aukaböndum. Llm ellefuleytið losnaði lestarhleri á framþiljum — það varð að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.