Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 52

Andvari - 01.10.1960, Page 52
242 WILLIAM HEINLSLN ANDVARI að ofsalegum, óhuggandi barnsgráti, hvössum og skerandi eins og örgrannur málmþráður. — Sko til! sagði stýrimaðurinn, sem birtist nú aftur í stiganum. Þarna hefur þeim samt tekizt að grípa laumufarþegann okkar! Rétt á eftir kom Björn læknir út um káetudyrnar, stirður og sveittur í andliti, í blóðugri nærpeysu. Hann stefndi hröðum skrefum á karlasalernið. — Hvernig líður móðurinni? spurði stýrimaður. - Allt all right! sagði læknirinn. Það er drengur. — Einmitt það! sagði stýrimaður og létti svo mikið að rödd hans drukkn- aði í hlátri. Þetta hlýtur að vera hamingjubarn, fætt á sjálfa jólanótt! Brytinn geispaði hátt og innilega. Drengirnir forðuðust að líta hvor á annan. — Strange tók laglega í lurginn á Jósefi áðan, eins og hann átti skilið, sagði Róbert. Heyrðirðu það? Elann var aftur orðinn gróinn til loftsins. Það var kafaldshríð, en storm- inn var að lægja, og það dró úr hafrótinu. Gufuskipið blés viðvörunarhljóðum út í dimman helli jólamorgunsins. — Hvað er að yður, Strange, sagði Thygesen skipstjóri. Mér sýnist þér vera að hlæja? — Ég? sagði stýrimaður. Nú jæja, reyndar — reyndar. — Já, verið þér ekkert að halda aftur af yður, sagði skipstjórinn napur- lega. Þér verðið líka einstöku sinnum að hafa leyfi til að vera ofboð lítið bandvitlaus! — Nú jæja, sagði stýrimaður og reyndi að eyða þessu. — Og ábyrgðarlaus! bætti Thygesen skipstjóri við og hnerraði velsældarlega. Stýrimaður lofaði þeim garnla að skemmta sér. Hann um það. Það rofaði til í hríðinni. Vitarnir á Noregsströnd fóru að skína. Ský sem var í laginu eins og risastrútur varp gullinglitrandi eggi: morgunstjarnan. Stýrimaður gekk aftur til káetu sinnar. — Friður á jörðu og velþóknun meðal nranna, hugsaði hann þar sem hann sat fyrir framan myndina af konu sinni og dætrunum þremur. Hann hafði dálítið samvizkubit af ádrepunni, sem hann hafði gefið matsveininum. Það var nokkuð hart aðgöngu. En svona fór alltaf lyrir aumingja Jósefi. Hann kallaði þetta yfir sig. Hann var drykkfelldur og þrasgjarn rnaður. En innst inni var hann líklega einnig stríðandi sál . . . Strange ákvað að fara niður og sjá, hvort matsveinninn væri á fótum-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.