Andvari - 01.10.1960, Síða 53
ANDVARI
JÓMFRÚFÆÐINGIN
243
Það var jóladagsmorgunn og friður á jörðu. Hann vildi sættast við Jósef og
láta þennan dag ekki sjá reiði sína.
Jú, matsveinninn var á fótum. Hann sat í káetu sinni einn og yfirgefinn,
°g horfði döprum augum fram fyrir sig með lokaða sálmabók í kjöltunni.
A borðinu fyrir framan hann voru þrjú kerti með logandi ljósum, sem blöktu
hátíðlega undir mynd af gamalli armæðulegri konu. Það var víst móðir Jósefs.
— Eg er kominn til að biðja þig að fyrirgefa mér hvað ég var æstur, sagði
stýrimaður og tyllti sér á rúmstokk matsveinsins, fullur af vinsemd.
— Það er ófyrirgefanlegt! sagði Jósef án þess að líta á hann.
— Hvaða vitleysa, sagði stýrimaður og vildi gera gott úr öllu. Getum við
ekki sem kristnir bræður . . . ?
— Nei! sagði matsveinninn þverlega. Því að þú ert farísei, og ég er toll-
heimtumaður. Tollheimtumaðurinn og faríseinn eru ekki bræður. Ég er iðr-
andi syndari, og þú crt kölkuð gröf. Þú getur farið til — fyrirgeficj — með
þetta raus um kristna bræður!
Stýrimaður yppti öxlum og stóð upp.
— Jæja, eins og þú vilt, Jósef, sagði hann. Eins og þú vilt. Vertu sæll og
gleðileg jól!
Matsveinninn svaraði ekki. Hann hafði lagt sálmabókina frá sér og fól
andlitið í höndum sér.
Niðri í jómfrúbúrinu var hinn ofsalegi barnsgrátur þagnaður. Jómfrúin
hafði laugað og sveipað litla drenginn og lagt hann að brjósti móður sinnar.
Hún hellti eau-de-cologne á undirskál og kveikti í; það hreinsaði loftið.
— Jóhann! kallaði hún út á ganginn. Róbert! Ætlið þið ekki að koma
og óska okkur til hamingju og gleðilegra jóla?
— Bezt að forða sér! tautaði Róbert og hvarf upp stigaganginn.
Jóhann var á hælum honum, en í miðjum stiganum nam hann staðar og
hugsaði sig um. Honum fannst það allt í einu dálítið hart fyrir frú Davidsen
að vera að kalla þetta árangurslaust. Frú Davidsen var tyrta, en það var von hún
væri það, ef ekki laug almannarómur, að elzti sonur hennar væri vandræða-
strákur og hefði verið í steininum. Hann læddist inn í káetu jómfrúarinnar og
stanzaði feimnislegur innan við dyrnar. Hér var kynleg framandi og sæt lykt.
Honum datt í hug „gull, reykelsi og mirra skær“, eins og í jólasálminum
stendur. Móðirin unga tók ekki eftir honum. Hún lá og horfði fram fyrir sig
með björtu, fjarrænu augnaráði. Rauðbleikt hár hennar var greitt þétt að vöng-
unum. Hún var litlaus í framan — eins og andi. Hann liugsaði til þess með
óhug, að hún hefði verið dauða nær. Hún var enn ekki alveg komin til þessa