Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 54

Andvari - 01.10.1960, Page 54
244 WILLIAM IIHINESHN ANDVAIU heims altur. Dúnhærður hnakki barnsins sást greinilega við barm hennar, sem rann næstum því sarnan við hvítt sængurverið. Á þvottaborðinu stóð fata, og í henni var eitthvað gráfjólublátt með æðum í; það var eins og innýfli. Honum komu í hug orð matsveinsins um konuna og gyltuna, og í snöggum svip fór líkt og tregi og ógleði um huga hans. — Já, svona hefur þú einhvern tíma legið við brjóst móður þinnar, sagði frú Davidsen. Og það er reyndar ekki svo langt síðan. Fjórtán ár? — Fimmtán! sagði Jóhann. Hún greip léttilega í Ijósa hárlubbann lians. En nú heyrðist fótatak og raddir úti á ganginum; það var læknirinn og vinir hans úr reyksalnum. — Flvernig gengur það? spurði læknirinn og beygði sig yfir rúm Maríu. Vel? Hún kinkaði kolli, svo að varla varð greint, en leit ekki á hann. Hún bara lá og horfði frarn fyrir sig, með björtum en torræðum, lokuðum svip. — Æ já, sagði skáldið lágri röddu. Ný mannvera! Það er alltaf sama undrið! Ilann hélt áfram, heitum rómi, og strauk órakaða höku sína hugsandi: — Er lífið ekki dásamlegt? Alveg óþreytandi. Takmarkalausir möguleikar! Hver veit — ef til vill liggur hér nýr Snorri. Að minnsta kosti — nýr maður, ný sál, döggvaður spegill, upphaf allra hluta . . . ! Hann breiddi út faðminn og sneri sér að hinum. — Komið! sagði hann. Eigum við ekki að veita þessu nýja lífi lotningu? Þessari fornu og eilífu sjón: móður og barni? Skáldið kraup við rúmstokkinn og laut höfði. Gregersen fór að dæmi hans og spennti greipar. Ursmiðurinn og læknirinn stóðu, en lutu höfði eins og hinir. Frú Davidsen sneri sér undan og fól andlitið í handklæði. Móðirin unga lá enn og starði fram fyrir sig ósjáandi. Hún andaði rólega hálfopnum munni; með bleikum höndum hélt hún barninu varlega að brjósti sér. Kristján Eldjárn þýddi.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.