Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 54

Andvari - 01.10.1960, Síða 54
244 WILLIAM IIHINESHN ANDVAIU heims altur. Dúnhærður hnakki barnsins sást greinilega við barm hennar, sem rann næstum því sarnan við hvítt sængurverið. Á þvottaborðinu stóð fata, og í henni var eitthvað gráfjólublátt með æðum í; það var eins og innýfli. Honum komu í hug orð matsveinsins um konuna og gyltuna, og í snöggum svip fór líkt og tregi og ógleði um huga hans. — Já, svona hefur þú einhvern tíma legið við brjóst móður þinnar, sagði frú Davidsen. Og það er reyndar ekki svo langt síðan. Fjórtán ár? — Fimmtán! sagði Jóhann. Hún greip léttilega í Ijósa hárlubbann lians. En nú heyrðist fótatak og raddir úti á ganginum; það var læknirinn og vinir hans úr reyksalnum. — Flvernig gengur það? spurði læknirinn og beygði sig yfir rúm Maríu. Vel? Hún kinkaði kolli, svo að varla varð greint, en leit ekki á hann. Hún bara lá og horfði frarn fyrir sig, með björtum en torræðum, lokuðum svip. — Æ já, sagði skáldið lágri röddu. Ný mannvera! Það er alltaf sama undrið! Ilann hélt áfram, heitum rómi, og strauk órakaða höku sína hugsandi: — Er lífið ekki dásamlegt? Alveg óþreytandi. Takmarkalausir möguleikar! Hver veit — ef til vill liggur hér nýr Snorri. Að minnsta kosti — nýr maður, ný sál, döggvaður spegill, upphaf allra hluta . . . ! Hann breiddi út faðminn og sneri sér að hinum. — Komið! sagði hann. Eigum við ekki að veita þessu nýja lífi lotningu? Þessari fornu og eilífu sjón: móður og barni? Skáldið kraup við rúmstokkinn og laut höfði. Gregersen fór að dæmi hans og spennti greipar. Ursmiðurinn og læknirinn stóðu, en lutu höfði eins og hinir. Frú Davidsen sneri sér undan og fól andlitið í handklæði. Móðirin unga lá enn og starði fram fyrir sig ósjáandi. Hún andaði rólega hálfopnum munni; með bleikum höndum hélt hún barninu varlega að brjósti sér. Kristján Eldjárn þýddi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.