Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 59

Andvari - 01.10.1960, Side 59
ANDVAIU I FYLGD MEÐ AUDEN 249 ekkert flúiS:; skuggar samtíðarinnar hafa líka teygt sig yfir sögueyjuna afskekktu, og stríð m?innanna er alls staðar eins: „En tekst það? Því Heimur og Nútími og Lygi eru sterk. Og hin örrnjóa brú yfir beljandi ána og bærinn í fjallsins kverk eru eðlileg vir.ki og herstöðvar héraðarígsins, sem hollustu þegnsins bindur við merkjastein. Og í bóindanum þarna, sem berst á hesti út bakkans vallgrónu hlein, sig þumlungar h'ka blóðið á bugðóttum leiðum og biður um svör, eins og þitt: Finnst ei trúnaður neinn? Ó, hvað dvelur réttlætið? Hver er gegn mér? Ó, hví er ég stöðugt einn? Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga, með oflæti í liúningi og versnandi fisksölukjör. í afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð fær alþjóðlegt filmbros á vör. Því hvergi á vor samtími vé þau, er allir unna. Vor æska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit. Og fyrirheitið um ævintýraeyna er eingöngu fyrirheit. Tár falla í allar elfur og ekillinn setur aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr í æðandi blindbríð, og emjandi skáldið aftur að list sinni flýr.“ Öllu gleggra verður tilgangur höfund- arins með íslandsferðinni og árangur hennar ekki skýrður en með þessu ljóði hans sjálfs: Skáldið hverfur aftur von- svikið til listar sinnar, ekkert er hægt að flýja frá sjálfum sér og ógnun samtíðar- innar. Þetta er niðurstaðan, ef dýpra er skyggnzt að baki kaldhæðninnar í fslands- lýsingu Audens í bókinni Letters from Iceland, sem hneykslað hcfir ýmsa mæta íslendinga. Við kunnum þvi margir afar illa, ef útlendingar tala um okkur eins og annað fólk og leggja á okkur sama mælikvarða og aðrar þjóðir. En sann- leikurinn er sá, að margt er rétt og vel sagt í lýsingu Audens á íslenzku þjóð- inni, hvort sem okkur líkar það betur eða verr og hollara að hlýða á það en ýmsar mærðarlýsingar svokallaðra ,,ís- landsvina", sem klappa okkur á kollinn eins og brjóstgóður maður niðursetningi. Þegar fundum okkar Audens har sam- an, hafði hann nokkuð kynnzt Reykja- vík og fannst lítið til borgarinnar koma, þótti hún lágkúruleg og fáhreytileg, bæði að útliti og menningarhrag. Hann hafði að vísu hitt ýmsa þekkta og gáfaða menn, sem honum þótti gott að ræða við, en hann var stöðugt að leita að cinhverju sérkennilegu og einkennilegu, mönnum og menningu, og af slíku þóttist hann fátt finna í höfuðstaðnum. Á þessa áráttu hans bendir það, sem hann segir í bók sinni, að fjórir menn séu einkum athygli verðir í Reykjavík: „Óli Maggadon, við höfnina, Oddur Sigurgeirsson, alls staðar, Kjarval, málarinn, og Árni Pálsson, próf- essor í íslandssögu". Þessi upptalning hefir hneykslað suma, og hefir þeim þótt tveir þeir síðarnefndu eiga illa heima í þessum félagsskap. En hver treystir sér til að bera á móti því, að þessir fjórir menn settu sterkan svip á bæinn á þeim árum, auðvitað hver með sínum hætti? Það átti að vera mitt hlutverk að velja okkur dvalarstaði og útvega gistingu. Fyrst var ákveðið að staldra við í Borgar- firðinum, því prúða og söguríka héraði. Gistiliúsakostur var þá enn minni en nú er, enda kaus Auden frcmur að gista á

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.