Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 62

Andvari - 01.10.1960, Síða 62
252 KAGNAR JÓII ANNI-'SSON ANDVAIÍI ferðalaginu, aS ég var drjúgum betur til fara en þessi frægi maSur, enda kom það fyrir, að menn héldu í fyrstu, að ég væri skáldið en Auden meðreiðarsveinn- inn, og hafði hann gaman af því. Eftir góða vist á Hraunsnefi, stigum við upp í áætlunarbíl og héldum í ein- um áfanga til SauÖárkróks. 1 þá daga átti bilasöngurinn sitt hlómaskeið hér á landi, farþegar styttu sér stundir með söng, á vondum vegum og leiðinlegum heiðum. Var bílasöngurinn þyrnir í aug- um sumra, sem „músikalskir" þóttust og of fínir til að taka þátt í svo alþýðlegum söng. En Auden hafði gaman af þessu og minnist á það í bók sinni. Get ég ekki stillt mig um að vitna til þeirra ummæla, vegna þess að í þeim er eina lof, sem mér hefir hlotnazt opinberlega — fyrir söng! Þar segir: „Það kom í Ijós, að Ragnar hafði góða baryton-rödd, kunni fleiri söngva og hafði meira sjálfstraust cn aðrir, svo að hann gerðist forsöngvari, cn ég baslaði við að ná bassanum í lög- unum og tókst það stundum." Við fengum að skreppa snöggvast heim að Glaumbæ, og varð Auden mjög hrif- inn af þeim stað og myndaði gamla bæinn frá öllum hliðum. Hefði hann gjarnan kosið að dveljast þar lengur. Ekki leizt A. sem bezt á Sauðárkrók. Segir hann, að þorpið „gæti verið byggt af Sjöunda dags aðventistum, sem væntu þess að fara til himnaríkis eftir fáeina mánuði, og hvers vegna þá að vera að gera sér rellu út af smámunum." . . . Auden hafði meðferðis kynningarhréf frá einhverjum til Jónasar Kristjánssonar og fórum við strax þangaÖ og nutum hinnar hispurslausu gestrisni læknishjón- anna. Tókust brátt hinar fjörugustu sam- ræður milli Audens og húsráðanda um margs konar áhugamál beggja. Auðvitað hlaut talið að koma þar niður um síðir, sem voru hollustuhættir í mataræði. — Við skólapiltar að vestan höfðum oft- sinnis komið við hjá þeim frú Hansínu og Jónasi lækni á árunum 1930—34 (Kristján sonur þeirra var bekkjarbróðir minn). Þótti okkur gott og skemmtilegt þar að koma, en ekki með öllu vanda- laust að ganga til matborðs. Húsráðendur sátu sinn við hvorn borðsenda að venju. Á borðsenda læknis var margt nýstárlegra rétta, sem við sáum flestir í fyrsta skipti, og brögÖuðust sumir þeirra skelfilega, en húsbóndinn mælti rnjög með jurtafæðu sinni með skynsamlegum rökurn og rétti fötin oft til gestanna með viðeigandi for- málum, en okkur þótti illa sæma að þiggja ekki vistir úr hendi svo góðs gest- gjafa, og kyngdum sumum réttunum með tárin í augunum. En enga píndi læknir til að eta, og á borðsenda húsfreyjunnar var nóg lostæti og kökur, sem við vorum vanari. Auden át jurtarétti Jónasar læknis með beztu lyst, og varð yfirleitt rnjög dátt með þeim. A. skoðaði sjúkrahúsið í fylgcl með lækninum. Ekki var hann eins hrifinn af Tinda- stóli, þar sem við gistum um nóttina. Hann segir: „Mig langar ekkert ti! að koma til Sauðárkróks aftur. — í her- bergi mínu í gistibúsinu voru tvær út- saumsmyndir — „Lof sé Drottni" og „Sælir eru hjartahreinir" — os léleg prentmynd af fyrsta fiskiskipi á íslandi, ársett 1876. — Það hrakaði í skipinu alla nóttina." Nú skyldi halda heim að Hólum. Engar áætlunarferðir voru þangaÖ, og ekki tímdi Auden að leigja sér bíl, svo að við réðumst til ferðar með mjólkur- bíl. Var það hin versta ferð, að því leyti, að farartæki þetta tók á sig alla þá króka, sem kostur var á í neÖanverÖum Skaga- firði, til þess að skila mjólkurílátum eða sækja þau. Mjólkurbílstjórinn þurfti við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.