Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 63

Andvari - 01.10.1960, Page 63
ANDVAHl J FYLGD MED AUDEN 253 Hólar í Hjaltadal. Ljósmynd: Árni Stefánsson. marga að tala, og sums staðar beið hans mær við brúsapallinn. — Þótt Auden væri leiður á því, hve ferðalagið gekk grátlega seint, fylgdist hann af athygli með öllu háttalagi fólksins og hafði myndavélina jafnan á lofti. Einkum var hann hrifinn af þeim gamla og góða sveitasið að kyssast og faðmast í kveðju- skyni. Eftir að mjólkurbíllinn hafði þrætt alla refilstigu sína um völundarhús Hegraness og Viðvíkursveitar, renndum við loks í hlað á Hólurn, og tók Kristján skólastjóri Karlsson þar á móti okkur, og var síðan dvalizt þar í góðu yfirlæti. Auden segir, að Idóladómkirkja sé ljót eins og flest guðshús mótmælenda, en eigi að síður varð honurn tíðsetið í kirkj- unni; hefir sennilega verið að yrkja. Skyrgerð var góð á Hólum, og varð mér einu sinni hált á því. Borðaði ég þá heldur vel en vart af þessu kostaskyri og drakk tvo kaffibolla þar á ofan, en móðir mín hafði varað mig við því í bernsku að drekka kaffi ofan á skyr, ekki sízt á ferðalögum. En nú hvíslaði skollinn því einmitt að Auden að fara á hestbak eftir hádegismat. Líklega hafa Hólamenn séð, að mennirnir voru lítt hestamannslegir, því að klárarnir, sem skotið var undir okkur, voru bæði latir og hastir. A. fékk þann, sem skárri var, en sá, sem ég sat á, var mesti himnastrokkur. Þegar við komum nokkuð fram í Hjaltadalinn, fór skyrátið og kaffidrykkjan að segja til sín, því að ég fékk afleita kveisuverki. Urðu þeir svo sárir, að ég tolldi ekki á hest- baki, en veltist niður í þúfurnar illa haldinn, en Auden stóð yfir mér logandi hræddur. Vildi hann helzt ríða á bæi til að sækja hjálp, en ég fékk talið hann ofan af því. Eftir nokkra stund skreidd-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.