Andvari - 01.10.1960, Page 64
254
1!A(.,\AR jÓIIANNJiSSON
ANDVARl
ist ég aftur í hnakkinn, og riðum við
löturhægt heim að Hólum. Dreif A. mig
þegar niður í rúm, enda var ég þá kom-
inn með hita. Var A. umhyggjusamur
cins og bezti bróðir, útvegaði mér aspirín-
skammta. Svaf ég fast í tvo tíma og spratt
þá upp alheill, og varð A. því feginn
mjög. — Af þessum atburði stafar við-
vörun hans í bókinni um að drekka ekki
kaffi ofan á skyr.
Síðasta daginn, sem við vorum á Idól-
um, barst sú fregn, að Herbert Göring
væri á leiðinni sunnan Kjöl og bæðist
gistingar. Göring þessi var bróðir naz-
istaforingjans feita, Idermanns Görings,
og var ráðuneytisstjóri í Berlín, eða eitt-
hvað þess háttar. Kom hann ríðandi að
sunnan með fjölmcnnu föruneyti. Séra
Knútur Arngrímsson var túlkur hans og
leiðsögumaður, en auk hans munu hafa
verið einn eða fleiri íslenzkir fylgdar-
menn og hestasveinar.
Auden varð ókvæða við þessa gesta-
frétt, en hann var mikill óvinur nazista
eins og fyrr segir. Þótti honum það lítt
bærileg tilhugsun að þurfa að gista heila
nótt í sama húsi og slíkur maður. Valdi
hann nazistum hin hæðilegustu orð og
geisaði mjög. Var honum jafnvel ofarlega
í huga að fara frá Hólum þá þegar, en
átti ekki kost á neinni ferð. Lét hann
nokkuð sefast, en ræddi mjög um það
hvaða svívirðu hann gæti gert Göring.
Er sumt af því, sem honum hugkvæmd-
ist þá, engan veginn ])renthæft í jafn-
virðulegu tímariti sem þessu!
Undir kvöldið reið Göring í hlað á
Hólum með fríðu föruneyti, hófadyn og
jóreyk; var för hans hin hermannligasta,
og glampaði kvöldsólin á þýzku Jeður-
stígvélin. Þýzkir slógu þegar tjöldum úti
í túnjaðri og kom því ekki til þess, að
Auden þyrfti að búa undir sama þald
og Göring.
Morguninn eftir snæddu allir gestirnir
árbít inni í stofu. Voru þeir þar mestir
virðingamenn, Auden og Göring, og sátu
saman. Ræddust þeir við af miklu fjöri,
bæði á ensku og þýzku, og sýndu livor
öðrum liæversku að hofmanna hætti og
Jrvöddust síðan með lmeigingum og hæla-
samslætti. Fór því svo giftusamlega, að
lieimstyrjöldin hófst ekki á Hólum í
ldjaltadal þennan sólbjarta sumarmorgun.
Eftir nýtt lningsól með mjólkurbíln-
um komurn við aftur á Sauðárkrók. Jónas
læknir liafði þá útvegað okkur dvöl og
gistingu á Ulfsstöðum í Blönduhlíð að
Jóhanns bónda. Höfðum við þar góða
vist. Enn fórum við í reiðtúr og fengum
að þessu sinni skagfirzka fjörhesta. Réð
ég ekkcrt við minn og Auden enn síður
við sinn, en ég átti fullt í fangi með að
stýra gæðingnum og gat engar gætur
gefið skáldinu. Munaði minnstu að fák-
arnir kæmu mannlausir í lilaðið á Mikla-
bæ eins og licstur séra Odds forðum, en
þar námurn við staðar, og veit ég ekki,
hvort A. datt af baki á leiðinni, en lík-
legt þykir mér það.
Næsti áfangastaður var Akureyri, og
leizt Auden stórum betur á þann stað
en Reykjavík. Hann hreifst strax af þeim
viðtökum, sem við fengum þar kvöldið,
sem við komum þangað. Ég átti fjölda
vina og skólasystkina á Akureyri og var
strax umkringdur glaðværum og fagn-
andi lrópi, er ég steig út úr vagninum á
torginu, Segir Auden (í L. f. I.), að
gaman væri að fá slíkar viðtökur „at
Victoria or Paddington'1. Enda naut hann
sjálfur góðs af. Mér bafði ekki tekizt að
útvega gistingu á Akureyri, þrátt fyrir
símtöl. Ferðamannastraumur var mikill
nyrðra, og gistiliúsin fleytifull. Nú vildi
okkur það til, að ég hitti fljótlega skóla-
bróður minn og vin, Jörund Pálsson fra
Hrísey, sem stundaði um þessar mundir
myndlistarnám í Kaupmannahöfn á vetr-
um, en vann á Akureyri á sumrum. Hann