Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 68

Andvari - 01.10.1960, Page 68
258 IiAGNAR JOHANNESSON ANDVAltl í munn. Meðan við hinir sötruðum súp- una með beztu lyst, vildi hann fá mig til að þýfga framreiðslustúlkuna urn næsta rétt, en ég kvað svo ótímabæra hnýsni teljast til dónaskapar á íslandi. En svo fór sem ég hafði vænzt: A borðið kom ilmandi og rjúkandi Hólsfjallahangikjöt, vel feitt og vel verkað. Þótti okkur, mör- löndunum, nú sem hnífur vor kæmist í feitt og hvolfdum okkur yfir hangiketið, en ekki hafði útlendi gesturinn sömu gleði af matnum. Hann borðaði fáeina bita, en hætti svo, féll ekki kjötið. Hann át því ekki meira, þótt svangur væri, drakk 5 eða 6 kaffibolla og reykti. Matvendni Audens reið ekki við ein- teyming, og má merkilegt heita, ef hann hefir ekki átt í erfiðleikum með matar- æði víðar en hér á landi. Hann krafðist ekki neinna kræsinga, og ef honum féll maturinn illa, lét hann sér nægja að snerta varla við honum og reyndi sjaldan að biðja um annað en það, sem á horð var borið. En hann sagðist þakka gott heilsufar sitt því, að hann borðaði aldrei annað en það, sem honurn þætti gott, þeirri meginreglu vildi hann ekki víkja frá. En hann drakk mikið kaffi, segist gizka á, að hann hafi drukkið um 1500 kaffibolla þá þrjá mánuði, sem hann var í íslandsferðinni, og hygg ég það engar ýkjur. Reykingamaður var hann mikill, tók alltaf nokkra sígarettupakka með sér í rúmið. Vaknaði ég stundum við það um nætur, að skáldið settist upp við dogg í rúmi sinu og kveikti sér í sígarettu, dró að sér nokkra djúpa reyki og logn- aðist svo út af aftur, án þess að hata vaknað til fulls, að því er virtist. Nú fór að styttast í samfylgd okkar Audens, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Ilann varð eftir á Egilsstöðum, en ég hélt áfram niður á Fjorðu. Hann dvald- ist nokkra daga á Egilsstöðum og kveður sig hafa fengið þar beztan mat á þessu landi. Kaupsýslumaður nokkur og fólk hans, sem var þarna samtímis honum, fór nokkuð í taugar hans, segir hann, að maður þessi hafi átt nóga peninga, en enga mannasiði. Auden fór fram að Hall- ormsstað, en siðan niður á Seyðisfjörð og tók sér fari með „Nóvu“ til Akureyrar, og urðum við þá enn samferða. Hann dvaldist enn nokkuð fram eftir sumri hér á landi, fór ásamt félaga sín- um, MacNiece, upp í Borgarfjörð og vestur á firði, en frá þeirri för kann ég ekkert að segja umfram það, sem stendur í bók þeirra. Og lýkur hér söguþætti af Auðuni skáldi.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.