Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1960, Síða 71

Andvari - 01.10.1960, Síða 71
JÓN HELGASON: SKIPBROT VIÐ HÚNSNES Skaginn er hrjóstrug sveit og harSbýl, byggðin strjál og landiS harla ógreiSfært. GróSurfariS ber svip af nábýlinu viS nepju úthafsins, og gráar urSirnar og ber klapparholtin cru víSa sem eySimörk yfir aS líta. Allt er yfirbragSiS kuldalegt og harSneskjulegt. Hún er líka myrk og köld, þokusúldin, þegar hafáttin færist í aukana, hrammur brimsins þungur og grimmar vetrarhríSarnar, ekki sízt ef hinn hvíti floti siglir að landi. Þó á náttúra þessa útskaga einnig þýða strengi á hinni voldugu hörpu sinni. Fuglalífið með ströndum fram gæðir Skagann þokka, á góSviðrisdögum stirnir á gljáandi skrokka sela, sem liggja í hóp- urn á flesjum og skerjum, og dýrð sól- náttanna er ævintýri í blíðri sumartíÖ. Landnytjar ýmsar, sem löngum hafa verið mikils rnetnar, eru einnig á Skaga. Þar eru sums staðar hlunnindi ýmis og rekajarðir góðar, og þar hefur þótt seigt til beitar. En heyskapurinn var ekki alls staðar á marga fiskana. Þótt jafnan væri á Skaga margt smá- býla og kotunga, sem hjörðu við lítinn hlut og skorinn skammt, voru þar einnig stórbýli, að minnsta kosti á stundum, setin með rausn og ráðdeild og nytjuð með elju og harðfylgi af höfðingjum í bændastétt, er þóttu svipmiklir gestir, þegar þeir komu af útskaga sínum í inn- sveitir, þar sem landið og náttúran bar mildari svip. Þeir Skagabændur, sem sigur höfðu í baráttunni við hrjóstrin og harðviðrin, báru það með sér. ÞaS gerðu hinir einnig, er aldrei gátu rétt sig úr kengnum. II Við skulum nú hverfa aftur í tímann og staðnæmast á Skaga norður, þegar tuttugu vikur eru af sumri árið 1730. Sumartíð hafði þá verið ill á Norður- landi, þrálátir kuldar framan af og léleg spretta, en votviðri mikil, þegar á leið. Heyfengur var því bæði lítill og illur og heyskapartími nálega á enda. Fiskafli' hafði einnig verið tregur við Norðurland þetta sumar, svo að margir höfðu nauman vetrarforða handa mönnum og skepnum. Upp frá Húnsnesi í Skefilsstaðahreppi voru tveir kotbæir, báðir alllangt frá sjó - Efra-Nes og Neðra-Nes. Bóndinn i Efra-Nesi hét Jón Árnason, en hann virðist hafa veriÖ við róðra vestur á Skaga- strönd um þetta leyti, en sonur hans, Árni að nafni, sinnt búverkum heima. I Neðra-Nesi hjuggu Einar Halldórsson og Herþrúður Þorbjarnardóttir og er ekki getið fleira fólks á því heimili, nema eins drengs hálfstálpaðs. Allt virðist þetta fólk hafa verið heldur lítilsiglt. Þeir Einar og Árni reru annað veifið til fiskjar, þótt afli væri daufur, en þess á milli voru þeir við heyskap á flóum uppi í heiði. Mánudaginn 11. september dömluðu þeir á mið og segir ekki af aflabrögðum þeirra, en lítt drógu þeir kænu sína undan sjó, þegar þeir kornu að landi. Daginn eftir fór Einar upp í heiði í lieyskap, en Árni brá sér erinda sinna inn að Ketu. Kom hann við í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.