Andvari - 01.10.1960, Page 72
262
JÓN HELGASON
ANDVAKI
Neðra-Nesi og bað Herþrúði fyrir þau
skilaboð til Einars, að hann yrði heima
við, þegar liði á daginn, svo að þeir fé-
lagar gætu naustað bátinn.
Einar kom heim, áður en dagur var
allur, en þegar leið að kvöldi, án þess
að Árni kæmi, fór honum að leiðast biðin.
Flaug honum þá í hug, að Árni biði hans
niðri við sjó, og lagði því af stað þangað.
Var þá enn dagsbrún í vestri. Talsvert
var þó tekið að skyggja, þegar Einar kom
niður að sjónum, og sá hann Árna þar
hvergi.
Einar tók að rölta í kringum hátinn
og leita þar að hlunnum, sem orðið
höfðu þar eftir, þegar þeir settu hann
fram. Fann hann brátt hlunnana og auk
þeirra ofurlítið fjalarbrot úr skipi með
nöglum í. Við þetta flaug bónda í hug,
hvort fleira kynni að hafa borið upp,
því að jafnan þótti fengur, ef citthvað
fannst á fjöru. Rölti hann út með sjón-
um, en varð einskis vísari. Síðan hallaði
hann sér út við bátinn og beið komu
Árna. Þarna lá hann á að gizka mat-
langan tíma, en stóð þá upp og sneri
heim á leið.
Ekki hafði hann verið lengi heima,
er Árni kom loks innan frá Ketu. Spurði
hann Einar, hvort hann hefði farið niður
í vörina. Einar játaði því og sagði bát-
inn í sjó kominn. Varð það úr, að þcir
riðu báðir til sjávar, og varð Einar nokkuð
seinni í förum en Árni, er reið niður lág
eina eða dokk, lítið eitt sunnan við hina
venjulegu sjávargötu. Hittust þeir við
bátinn og settu hann, svo sem þeir höfðu
ætlað.
Þegar þeir höfðu þetta starfað, vék
Einar sér að Árna og spurði, hvort hann
hefði fundið nokkur venjuhrigði á hesti
sínum á leiðinni til sjávar.
„Heldur en ekki var það“, svaraði Árni.
„Hvers slags þótti þér það vera?“
spurði Einar.
„Færleikurinn fældist undir mér, svo
ég var því nær af baki fallinn", sagði
Árni.
Einar spurði, hvar það hefði verið.
„Hérna uppi í dokkinni", sagði Árni.
„Það var þá á sama stað og ég varð
var við venjubrigði á þeim færleik, sem
ég reið. Ég reið hóftölt, en allan gang
tók af færleik mínum, svo staðnr nam“,
mælti Einar.
Furðuðu þeir sig mjög á því, hvað
fælt hefði undir þeim hestana í myrkr-
inu, og virðist ekki laust við, að geigur
hafi verið í þeim. Sagði Einar þau dæmi
gefast, að vofur væru á ferð um nætur-
tíma. Samt herti hann upp hugann og
spurði Árna, hvort hann vildi grennsl-
ast eftir því, hverju þetta sætti.
„Ég er góður með“, sagði Árni.
Einari gazt miður vel að því, ef hann
ætti að hafa forystuna.
„Það get ég ekki“, sagði hann — „þar
hef ég ekki hugdirfð til. Það væri nær
og eiginlegra að skyggnast eftir því á
björtum degi.“
Árni féllst á það. „Það vil ég þá gera“,
sagði hann.
Síðan riðu þeir upp úr fjörunni, en
forðuðust nú lágina, er þeir höfðu áður
lagt leið sína um, því að Einar kvaðst
ekki voga að ríða hana sökum hugleysis
síns. Paufuðust þeir heim á leið í myrkr-
inu og héldu enn um hríð áfram orða-
skiptum sínum um þau undur, er fyrir
þá hafði borið. Loks datt upp úr Einari,
að hann hefði fundið brotna fjöl úr skipi
á fjörunni um kvöldið, en í næstu andra
gat hann sér þess til, að hestur, sem
hann hafði teymt eða vikið til sjávar,
kynni að hafa orðið afvelta í lautinni.
Samt héldu þeir áfram heim og felldu
þetta tal sitt, og ekki var frekar um það
rætt, að þeir skyggndust um á sjávar-
hakkanum daginn eftir.
Sú varð líka raunin á, að þeir fóru