Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1960, Page 74

Andvari - 01.10.1960, Page 74
264 JÓN HELGASON ANDVARI „HvaSan ertu?“ spurði Einar. „Ur Grímsey", svaraði maðurinn. „Varstu við margan mann?" „Við sjötta mann". „Varstu formaÖur?" Ókunni maðurinn játti því. „Meinarðu, að mennirnir hafi lífs af komiztr" „Ó-nei“, svaraði skipbrotsmaðurinn. Þessu næst spurði Einar manninn að nafni og komst að raun um, að hann hét Jón. Nú varð nokkurt lilé á spurningum, en skipbrotsmaðurinn fór þá að segja frá því, að hann hefði róið úr Grímsey á mánudagsmorgun og hreppt svo dimma þoku, að hann fann ekki eyna aftur. Síðan hvessti mjög, svo að skipið hrakti undan veðri. Morguninn eftir bar þá fé- laga að landi, þar sem tangi gekk í sjó fram. Komust þcir suður fvrir tangann og sáu þar tvo báta í flæðarmáli. En sökum þess, live þrekaðir og máttfarnir Grímseyingarnir voru orðnir eftir sjó- volkið, drógu þeir ekki fyrir boða, sem var við nesið, og þar hvolfdi skipinu. Formaðurinn komst á kjöl. Að lítilli stundu liðinni reið yfir ólag, sem fleygði skipinu upp í klungur og braut það, og þar skolaði formanninum einum upp á flaki. Einar spurði, hvað lengi hann hefði verið á landi, en maðurinn sagði, að það væru orðin þrjú dægur. En það var sitthvað fleira, scm Nes- menn vildu vita, áður en þeir hæfust handa um að koma manninum til bæia. Einar bar fram nýja spurningu: „Ertu giftur?" Skipbrotsmaðurinn sagði svo vera. Þá minntust þcir þess, sem fyrir þá hafði borið kvöldið áður, og spurðu, hvort hann hefði þá orðið var við nokkrar mannaferðir. Því neitaði Grímseyingur- inn, en þennan dag kvaðst hann hafa séð tvö börn og kallað til þeirra, en þau hefðu ekki anzað sér. „Það voru líka óvitar hvort tveggja", sagði Einar. Svo var eins og Nesmenn vöknuðu af draumi: „Ertu laskaður?" spurðu þcir. Maðurinn kvað já við því — þó mest yfir um sig. Idann væri raunar nær dauða en lífi og bað þess í guðs nafni, að hann yrði fluttur til þess bæjar, sem næstur væri. Nú vandaðist máliÖ: „I Ivernig á ég að fara að því?“ sagði Einar. „Ég er hest- laus, en get ekki borið þig. Idljótum viÖ Árni þá að sækja hestinn". Grímseyingurinn lagði ekkert til þeirra mála. En Árni sneri sér að Einari og mælti: „Ég vil við flytjum hann heim til þín, því þitt heimili er hér næst“. Það sagðist Einar ekki gera — hann væri ekki maÖur til þess að hjúkra þess- um skipbrotsmanni. En þá lagði Gríms- eyingurinn enn á ný orð í belg: „Allt hvað ég fæ eina matar- eða mjólkurmörk, þá kann ég að hjálpast þar við.“ Og hvort sem Nesmenn þinguðu leng- ur eða skemur um þetta, þá skálmuðu þeir heim að Neðra-Nesi, enda var nu mjög liðið að kvöldi, svo að ekki var til setu boðið, ef koma átti manninum til bæja þennan daginn. Heima á hlaði í Neðra-Nesi var hestur frá Efra-Nesi. Á hann lögðu þeir reið- ing, og Einar sagði Iderþrúði að mjalta kúna, svo að hægt væri að dreypa mjólk á manninn. En kýrin var mjög tekin að geldast, svo að konan gat ckki hrcytt úr henni nema sem svaraði einni mörk. Með þessa mjólkurlögg fóru þcir til mannsins og létu hann næra sig á henni. Nú hug-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.